Skírnir - 01.01.1955, Side 144
140
Yngvi Jóhannesson
Skírnir
Kemur þar fyrst til greina hinn svokallaði samruni eða
samdráttur. Tvö eða fleiri atriði renna saman; sama draum-
persóna getur t. d. verið í einu tveir menn. Þá er ýmiss konar
tilfœrsla, sem á einna mestan þátt í afbökun dramnsins; eink-
um er oft eins og áherzlan eða kenndarblærinn færist yfir á
annað atriði en hið rétta. f þriðja lagi eru draumar oft að
mestu einhvers konar myndatjáning; maður sér draum sinn
og skynjar hann um leið sem veruleika. Er þetta í samræmi
við það, að á frumstæðara stigi (og í bernsku) hugsaði maður-
inn mest í myndum, og einnig hitt, að hin andlega orka hefur
í svefni lítt aðgang að hreyfistarfinu og leitar þá yfir á
brautir skynstarfsins og magnar hugskynjanir draumsins. Þá
eru nokkuð algeng ýmis ákveðin draumtákn, þótt rétt merk-
ing þeirra sé að vísu einatt dulin dreyrnandanum. Loks er hin
svonefnda efnishagræSing eða sambræðsla, sem er fólgin í því,
að hinn sofandi hugur (forvitundin) reynir ósjálfrátt að bræða
brotasilfur draumsins saman í einhvers konar heild eða sam-
fellt efni, þótt misjafnlega takist.
Skýringar Freuds á draumlífinu eru mjög mikilvægar til
skilnings á kenningum hans yfirleitt, því að það er sams konar
glíma andstæðra afla, sem skýrir annars vegar hina venju-
legu og algengu drauma og hins vegar öll fyrirbæri sefasýk-
innar og geðveikinnar. En draumar eru í sjálfu sér ekki sjúk-
legt fyrirbæri, og með ráðningu þeirra verður sálkönnunin
meira en lækningaraðferð, hún verður ný aðferð til rann-
sóknar á sálarlífi manna almennt.
I sálarlífi heilbrigðra manna eru einnig önnur algeng fyrir-
bæri, sem hafa verið mönnum lítt skiljanleg, og það svo, að
þeir hafa jafnvel talið þau „tilviljanir“ einar, sem ekki hefðu
neinar eiginlegar eða sálarlegar orsakir. Hér er átt við þau
margvíslegu smáglöp og óviljaverk, sem mönnum verða á eins
og út í bláinn, án þess að þeir viti hvers vegna, svo sem mis-
mæli, misritun, mistök ýmiss konar, gleymsku á fyrirætlanir,
týnslu hluta o. s. frv. Um þessi fyrirbæri ritaði Freud bók, er
hann nefndi Zur Psychopathologie des Alltagslebens (Um sál-
sýkisfræði daglegs lífs), og kom hún út 1904. Sýnir hann þar
fram á, að mjög mörg þess konar atvik hafa sína merkingu,