Skírnir - 01.01.1955, Page 145
Skímir
Sigmund Freud
141
þótt manninum sjálfum sé ókunnugt um hana, og að oft er til-
tölulega auðvelt að finna hana með aðferð frjálsra hugsana-
tengsla og fullri hreinskilni. Reynast þessi atvik þá venju-
lega vera tjáning á einhverjum niðurbældum vilja eða þau
stafa af árekstri tveggja andstæðra hvata, þar sem önnur er
ómeðvituð a. m. k. í þann svipinn, og er atvikið þá einhvers
konar millivegm• eða málamiðlun milli hinna andstæðu afla.
Þetta er svo algengt, að auðgert væri að koma með dæmi til
skýringar, en bezt er að lesa áðurnefnda bók, sem er eitt af
skemmtilegustu og auðlesnustu ritum Freuds (ensk þýðing
er m. a. í Penguin Books: Psychopathology of Everyday Life).
Sennilega er þetta efni það, sem gerir mönnum auðveldast í
fyrstu að átta sig á því, að til sé ómeðvitað sálarlíf, einkum að
rannsaka í þessu ljósi sínar eigin óviljandi athafnir eða mistök,
því að þar er oft grunnt á orsökunum, þar sem í draumunum
hins vegar leita einnig upp miklu dýpri straumar, neðan úr
óvitundinni. Þessi ósjálfráðu glöp daglega lífsins eru vel til
þess fallin að sýna, að ekkert í sálarlífinu er tilviljun ein eða
orsakalaust, og einnig hitt, að truflanir sama eðlis, þótt mis-
munandi sé að styrkleika, eru að verki í öllum mönnum og að
bilið milli heilbrigðra manna og sefasjúkra er oft stutt eða
óljóst. Mun það varla ofmælt, að langflestir menn séu á ein-
hverju tímabili og að einhverju leyti ofurlítið sefasjúkir.
Þegar Freud var farinn að beita að staðaldri aðferð hinna
frjálsu hugsanatengsla til þess að grafast fyrir sjúkdóms-
orsakir í lífi sjúklinga sinna, kom venjulega upp úr kafinu
því fjölbreyttari og afdrifaríkari atvikakeðja, því dýpra sem
grafizt var. Og því lengra reyndist hún einnig liggja til baka,
aftur í unglingsár og bernsku. Þá kom það og æ skýrar í ljós,
að þessi afleiðingaríku atvik og áhrif voru öll sama eðlis að því
leyti, að þau stóðu í einhverju sambandi við þróun kynlífs-
ins. Jafnvel þar sem áföll annars eðlis virtust hafa verið að
verki, reyndist skaðsemi þeirra í rauninni stafa af einhvers
konar hugrænum tengslum við undanfarin kynlífsatvik. Or-
sakir sefasýkinnar reyndust m. ö. o. liggja fjn-st og fremst í
kynlífinu og þróun þess hjá einstaklingnum. Engin kenning
sálkönnunarinnar hefur vakið svo mikla vantrú og harðvítuga