Skírnir - 01.01.1955, Síða 146
142
Yngvi Jóhannesson
Skirnir
mótspyrnu sem þessi, þó að nú muni fáir dómbærir menn á
þessu sviði bera brigður á hana.
Hér var komið að staðreyndum, sem menn hafði lítt órað
fyrir. Fram að þessu höfðu vísindin talið kynlífið hefjast á
hinu svokallaða kynþroskaskeiði, en ef eitthvað örlaði á kyn-
lífisathöfnum í bernsku, var það talið vottm- um óheilbrigðan
bráðþroska eða úrkynjun. Nú vakti sálkönnunin athygli á
mörgum fyrirbærum, er sýndu það ótvírætt, að kynlíf barn-
anna hefst miklu fyrr en ætlað var, jafnvel þegar í vöggunni.
Að sjálfsögðu er það með öðrum hætti en kynlíf fullorðins
fólks, og komu einkum á óvart ýmsar tilhneigingar þess eðlis,
sem hjá fullorðnu fólki er fordæmt sem afvegaleidd þróun
eða kynvillur. Þegar tekið var tillit til þessara staðreynda, varð
ekki komizt hjá því að víkka kynlífishugtakið og láta það ná
yfir miklu víðara svið en venjuleg kynmök og þá viðleitni,
sem stefnir beint að þeim eða kynlífsnautn í þröngun skilningi.
En með því fékkst líka skilningur á einum og sama grund-
velli á kynlífi bernskunnar og bæði eðlilegu og rangþróuðu
kynlífi fullorðins fólks.
Um þetta efni fjallar ritið Drei Abhandlungen zur Sexual-
theorie (Þrjár ritgerðir um kynlifsfræði), sem kom út 1905
og má teljast annað grundvallarrit Freuds. Freud notar orðið
Libido um sálarlega orkutjáningu kynhvatarinnar. Þetta orð,
sem e. t. v. mætti nefna „ástfýsi“ á íslenzku, táknar grund-
vallarhugtak í keningum hans, og er nauðsynlegt að gera
nokkru nánari grein fyrir því. Ástfýsin er miklu víðtækara
hugtak en það, sem venjulega er átt við með orðinu kynhvöt, og
táknar þá frumhvöt eða orkustraum í sálarlífinu, sem leitar
þæginda, ánægju eða nautnar yfirleitt, en hefur viðhald kyn-
stofnsins sem aukahlutverk. Hún er einnig sú orka, sem birtist
í tilfinningum áhuga, vinarþels og ástúðar, og í öllu því, sem
hið margræða orð „ást“ nær yfir. Þessi grundvallarhvöt í
sálarlífi mannsins birtist í fyrstu í ýmsum sérþáttum eða
kvíslum, og fer hver sína eigin leið framan af. Það eru í
upphafi ákveðin líkamssvið, líffæri og starfssvið, sem leggja
til hvert sinn þátt, sem hver leitar fróunar út af fyrir sig,
en með vaxandi þroska samhæfast smám saman þeir þættir,