Skírnir - 01.01.1955, Síða 147
Skírnir
Sigmund Freud
143
sem nothæfir reynast, og taka hver við sínu aukahlutverki
undir forustu hinna eiginlegu kynfæra. Sem dæmi má nefna
munninn, sem auk lífsnæringarinnar veitir brjóstbarninu
fyrstu ástarsælu þess, en hefur þar með fengið aukahlutverk,
sem hann heldur upp frá því, því að eins og allir vita, er koss-
inn alla ævi ástarathöfn. önnur slík upprunaleg kynfróunar-
svæði eða ertisvið eru önnur op líkamans og starfsemi þeirra,
þreifiskyn húðarinnar, augað o. s. frv. En þó að heilbrigð og
velheppnuð þróun sameini flesta þessa strauma að lokum, er
mjög algengt, að eitthvað af þeim fylgist ekki að öllu með,
heldur staðni á leiðinni og bindi þar við sig eitthvað af orku
ástfýsinnar. Geta þá síðar á ævinni niðurbældar ástríður
leitað til slíkra gamalla hömlustöðva og magnað strauma
þaðan að nýju, þannig að úr verði annaðhvort óeðlilegt kyn-
líf eða sefasýki. Hættan á óeðlilegu eða rangþróuðu kynlífi
felst einmitt í þessu upphaflega dreifða eðli hvatarinnar, ef ein-
hver hinna sérstöku frumkvísla fellur ekki í aðalfarveginn og
lætur sér þar nægja aukahlutverk, eins og til er ætlazt, held-
ur reynir að gera sig breiða sem aðalkvísl og sogar í sig mikið
af straumþunga hvatarorkunnar. Sérhvert villuform kynhvat-
arinnar hjá fullorðnu fólki má á þann hátt skilja sem yfir-
gang einstakra hvatarþátta úr bernsku, sem vegna einhverra
atvika (stundum meðfram erfðahneigðar) hafa gerzt einráðir
eða gengið langt úr hófi. Sem hlutar í heild og í hæfilegum
skefjum eiga þeir rétt á sér. Jafnvel hvatarfyrirbæri eins og
lostagrimmd (Sadismus) felur líka í sér þá ágengni, sem ofur-
lítið þarf að vera til af, af því að annars mundi ekki nóg gerast,
og þolfýsn (Masochismus) þá undanlátssemi, sem einnig er
nauðsynleg að vissu marki.
Alla sefasýki má rekja til einhverrar misþróunar kynlífsins
í sálarlegu tilliti. En þar er sá háttur á, að hvötin, eða óvel-
komnir þættir hennar, sem meðvitundin vill ekki vita af, eru
bældir niður í óvitundina, cn ryðja sér síðan farveg annars
staðar í mynd einhverra sefasýkiseinkenna. Rétt eða nokkurn
veginn heilbrigð þróun kynlífsins er í rauninni mörgum skil-
yrðum háð og engin furða, þótt oft beri eitthvað út af, enda
einhverjir ágallar eða sérkenjar algengari en frá þurfi að