Skírnir - 01.01.1955, Qupperneq 148
144
Yngvi Jóharmesson
Skírnir
segja, líka hjá þeim, sem teljast heilbrigðir að kalla í þessu
efni. Marga erfiðleika má kenna þeim yfirdrepsskap og tvö-
feldni, sem ríkir í uppeldi og siðakröfum menningarþjóð-
anna.
Ástfýsi ungbamsins beinist fyrst að móðurbrjóstinu, en
síðan um skeið að eigin líkama, þótt á dreif sé. Allsnemma, eða
á skeiðinnu 2—5 ára hefst samhæfing hinna einstöku þátta ást-
fýsinnar, sem nú beinist út á við og hjá piltbarninu til móður-
innar (og telpunni til föðurins). Þetta fyrsta ástarval barnsins,
sem þannig fellur á foreldri þess af andstæðu kyni, með af-
brýði og óvild til hins foreldrisins, er hún svonefnda ödipus-
duld*, sem hjá öllum mönmun verður afdrifarík um ástalíf
þeirra síðar á ævinni. Hefur verið kveðið svo að orði, að það
einkenni mann með fullri sálar- og kynlífsheilbrigði, að hon-
um hafi tekizt að sigrast á ödipusduld sinni og vaxa frá henni,
þar sem hinn sefasjúki sé hins vegar enn haldinn af henni,
þótt hann viti ekki af því. 1 þessu sambandi er athyglisvert,
að þó að pilturinn elski móður sína og kenni afbrýði og and-
úðar gegn föður sínum, þá elskar hann líka föður sinn; er þar
með skollin á sú tvíátt (Ambivalenz) í tilfinningalífinu, sem
mörgum verður næsta örðug og orsök ýmissa vandkvæða.
I kring um 5. aldursár tekur að jafnaði við nokkurra ára
kyrrstöðutímabil eða hlé í kynlífsþróuninni, og myndast á
því tímabili hið innra siðalögmál einstaklingsins, í baráttu hans
við ödipusduldina og sem vörn gegn henni. Þegar síðan kem-
ur að kynþroskaskeiðinu, vaknar Ödipusduldin til lífs að nýju
í djúpum óvitundarinnar og er nú enn tekin til meðferðar og
umbreytingar. Á kynþroskaskeiðinu vakna kynhvatirnar fyrst
með fullum styrkleika, en öll stefna þeirrar þróunar, með sér-
kennum þeim og hneigðum, sem fylgja henni, er þegar mörkuð
af hinni fyrri kynlífsþróun, sem gerðist í bernskunni. Þessi
þróun kynlífsins í tvennu lagi, með hléi á milli, virðist ásköpuð
manninum einum, en ekki öðrum dýrum, og á vissan hátt
felur hún í sér upprunaskilyrði sefasýkinnar.
*Kennd við grísku sagnhetjuna Ödipus konung, sem óafvitandi kvæntist
móður sinni og varð föður sínum að bana. Um þetta efni fjallar hið fræga
leikrit Sófóklesar.