Skírnir - 01.01.1955, Side 149
Skímir
Sigmund Freud
145
Þessar kenningar eru grundvöllur Freuds til skilnings á
sefasýkinni, enda fundnar og staðfestar af reynslu hans sem
læknis. 1 eðli sínu er sefasýkin árekstur milli sjálfsins og
þeirra kynlífshvata, sem því finnst ógna sér eða koma í bága
við siðakröfur sínar. Þær óvelkomnu hvatahræringar hefur
sjálfið bælt, það er snúið frá þeim, útilokað þær frá með-
vitundinni og útrás í framkvæmd. Þegar sálgreiningin leit-
ast við að gera þessar hældu hvatir meðvitaðar, koma bælingar-
öflin í ljós sem mótspyrna. En hvatirnar eru sterkar og ávallt
nokkur hætta á, að bæling á þeim mistakist að einhverju leyti.
Innibyrgð ástfýsi þeirra verkar eins og þrýstingur og leitar
annarra leiða út. Það er eins og hún kastist til baka frá stíflu
bælingarinnar og renni aftur til eldri þróunarstiga og sjónar-
miða, og þar sem í bernskunni hafa myndazt einhverjar
ótraustar uppistöður í þróunarfarveginum, getur hún brotið
sér útrás til meðvitundarinnar. Birtist hún þá sem einkenni,
einhver sefasjúk tjáning, sem er þannig í raun og veru nokkurs
konar uppbótarfróun kynhvatarinnar. Þessi sefasjúku einkenni
eru þó enn undir áhrifum bælingarviljans, sem aflagar þau
og færir til á ýmsa vegu — alveg eins og gerist í draumun-
um —, svo að kynfróunareðli þeirra verður óþekkjanlegt. Þau
eru málamiSlanir milli bældra hvata og bælingarvilja sjálfsins,
svölun samtímis fyrir báða aðila, þótt hún sé að vísu ófull-
komin fyrir báða.
Um móðursýkina má segja, að framanritað gildi nákvæm-
lega, og þar eru einkennin oft einhver líkamleg hambrigði
hvatarorkunnar (Konversion), sem þá getur stælt margvísleg
líkamleg sjúkdómseinkenni á blekkjandi hátt. En önnur aðal-
tegund sefasýkinnar er hin svonefnda þráhyggja eða þving-
unarsýki (Zwangsneurose). I henni eru einkennin aðeins
sálarlegs eðlis, venjulega einhver ásókn af óviðráðanlegum og
óþægilegum grillmn. Þess konar sjúklingur þjáist upprunalega
af sektartilfinningu, í fyrsta lagi fyrir bannaðar kynlífsóskir
eða athafnir bernskunnar og í annan stað fyrir óvild og hatur
til þeirra, sem hann þó líka elskar. En samvizka hans er um
leið ákaflega grandvör og ströng og bælir þessar hvatir með
10