Skírnir - 01.01.1955, Side 150
146
Yngvi Jóhannesson
Skirnir
hörku. Þegar þær láta samt á sér bóla, komast þær ekki
óbreyttar upp í meðvitundina, heldur eitthvað annað í stað-
inn, einhver þvingun hugsana eða tilfinninga, óskiljanleg og
óviðráðanleg, af því að samhengi málsins er ómeðvitað. Er þá
bælingarviljinn jafnaðarlega það, sem mest ber á, með ýmiss
konar andófsmyndunum og öryggisráðstöfunum gegn hvöt-
inni, oft mjög undarlegum í augum þeirra, sem ekki þekkja
eðli þessara sjúkdóma.
Sem frekari sönnun fyrir ástfúsu eðli þeirrar orku, sem
skapar einkenni sefasýkinnar, hendir Freud á þá sérstöku til-
finningaafstöðu, er myndast hjá sefasjúklingi til sálkönnuðar
hans. Hún gengur sem sé langtum lengra en eðlilegt mætti
þykja, ýmist í átt ástar eða óvildar. Ástæðan er sú, að þetta er
óafvitandi endurtekning; sjúklingurinn yfirfærir á sálkönnuð-
inn hug sinn fyrrum til annars fólks, sem sterkasta þættina
átti í tilfinningalífi hans (ættingja og ástmanna), setur hann
í þess stað án þess að vita, að þetta er nokkurs konar eftir-
herma. Þessi yfirfœrsla, hvort sem hún birtist í mynd ástúðar
eða óvildar, verður til að herða mótspymu sjúklingsins, hæl-
ingaraflanna í sálarlífi hans, en þó verður hún í höndum sál-
könnuðar, sem jafnóðum skýrir hana með lagni, það hjálpar-
tæki, sem einna mest er undir komið um lækningarárangur.
Árið 1905 birti Freud hina fyrstu ýtarlegu sjúkdómssögu,
þar sem öll hin nýju sjónarmið koma fyllilega til greina. Hann
kallar hana raunar hrot: Bruchstiick einer Hysterieanalyse.
Hún fjallar um unga stúlku, sem þjáðist af móðursýki, en
hlaut hata við meðferð Freuds, enda þótt meðferðin stæði ekki
nema 3 mánuði, sem er óvenjulega stutt. Það leiðir af sjálfu
sér, að sérhver raunveruleg sálgreining hlýtur að rekja marg-
slungna örlagaþræði, og þetta læknisfræðilega rit er öðrum
þræði eins og skáldsaga að lesa. Þar sem það fjallar um raun-
verulegt tilfelli úr lífinu, gerir það að sjálfsögðu marga hluti
ljósari en fræðileg framsetning ein saman.
Allt frá því er Freud fékkst við athuganir sínar á „sál-
sýkisfræði daglegs lífs“, sem áður er getið, hafði hann alla-
jafna önnur viðfangsefni meðfram en hina læknisfræðilegu