Skírnir - 01.01.1955, Page 151
Skímir
Sigmund Freud
147
sálkönnun eina. Næsta rit hans um ahnennara efni er Der
Witz und seine Beziehung zum Unbewussten, sem fjallar um
fyndnina og kom út 1905. Er það bráðskemmtilegt að lesa,
bæði vegna hinna mörgu dæma og snjallrar meðferðar á efn-
inu. Skýring Freuds á eðli fyndninnar er í stuttu máli á þá
leið, að hún léttir snöggvast einhverjar hömlur, sem á manni
hvíla. Hún er til dæmis aðferð til að segja óátalið hluti, sem
maðurinn hefur löngun til að segja, en má í rauninni ekki,
af því að hæverska eða tillit til annarra banna. Ánægjan
stafar bæði af svölun hinnar forboðnu löngunar og þeirri and-
legu hvíld eða orkusparnaði, sem fæst í svip við það að slaka
á hömlunum.
Fram til ársins 1906 mátti segja, að Freud væri að mestu
einangraður og án viðurkenningar af hálfu annarra vísinda-
manna. Hins vegar fór smám saman fjölgandi þeim sjúkling-
um, sem til hans leituðu, er það spurðist, að hann væri öðrum
snjallari að lækna ýmsa taugasjúkdóma. Eftir að slitnaði upp
úr samvinnu hans og Breuers, var varla nema einn maður,
sem hann gat rætt við og vænzt hjá skilnings á hinum nýju
rannsóknum og hugmyndum, en það var Wilhelm Fliess,
nef- og hálslæknir í Berlin, sem um nokkurra ára skeið var
einn bezti vinur hans. Bréf Freuds til Fliess komu óvænt í
leitirnar eftir tugi ára og hafa verið gefin út; veita þau mikla
vitneskju um viðfangsefni Freuds og innri þróun hans á þess-
um árum, ekki sízt um sjálfsgreiningu hans og rannsóknir á
draumunum. Hann hafði mikið álit á Fliess, en að sumu leyti
mun þó samband þeirra hafa verið byggt á misskilningi, og
eftir að sálkönnunin var komin á fullan rekspöl, sem telja má
frá því, er Die Traumdeutung kom út, stóð það ekki lengi.
Freud var gerður prófessor (extraordinarius) 1902, en raun-
ar hafði það staðið til fyrr, þótt hlutdrægni og þröngsýni kæmi
þá í veg fyrir það. (Reglulegur prófessor varð hann ekki fyrr
en 1920). f Vín fór um þessar mundir dálítill hópur læri-
sveina að safnast um hann, en frá 1906 fór þó fyrst að verða
veruleg breyting á um einangrun hans, þegar sálfræðingur-
inn og læknirinn C. G. Jung og hinn mikilsmetni geðlæknir
E. Bleuler, báðir í Zíirich í Sviss, gengu í lið með honum.