Skírnir - 01.01.1955, Page 153
Skimir
Sigmund Freud
149
tekið í Ameríku, og kynntist hann þar meðal annarra heim-
spekingnum William James og taugalæknimun James T.
Putnam við Harvardháskóla, en Putnam gerðist eindreginn
fylgismaður Freuds. Yfirleitt mætti sálkönnunin fljótt öllu
meira frjálslyndi og skilningi í Ameríku og er þar töluvert
notuð, þótt hins vegar sé þar líka allmikið um grunnfærni
og „útvötnun“.
Þetta sama ár kom út Bemerkungen úber einen Fall von
Zivangsneurose (Um tilfelli af þvingunarsýki) og Analyse der
Phobie eines 5jdhrigen Knaben (Sálgreining á fælni 5 ára
drengs), en báðar þessar ritgerðir lýsa árangursríkri lækn-
ingarmeðferð og skýra hana nánara. Þá kom út 1911 Be-
merkungen úber einen autobiographisch beschriebenen Fall
von Paranoia (um meinlokugeðveiki), sem ásamt ritum þeirra
Jungs ogBleulers telst til grundvallarrita hinnar nýrri sálsýkis-
fræði. Um aðra tegund geðveikinnar fjallar ritið Trauer und
Melancholie (Sorg og vílsýki), sem kom út 1916, en þar leitast
Freud við að skýra eðli hinnar vilsjúku geðveiki eða þung-
lyndissturlunar og afstöðu hennar til sorgar hjá heilbrigðu
fólki.
Á árunum 1911—13 tóku tveir af lærisveinum Freuds hvor
um sig nýja stefnu, þeir Alfred Adler og hinn fyrrnefndi C. G.
Jung. Náðu þeir brátt allmiklu fylgi, ef til vill með fram vegna
þess, að túlkun þeirra lagði minni áherzlu á þýðingu kynlífsins,
einkxun stefna Adlers, sem í þess stað lagði áherzlima á „vilj-
ann til valds“ og þörfina til að vinna bug á einhverjum eðlis-
veikleika eða minnimáttarkennd. Jung hóf m. a. rannsókn á
skapgerðartegundum manna með hinni kunnu flokkun í inn-
hverfa og úthverfa skapgerð. Báðar þessar hliðargreinar hafa
ýmislegt verðmætt til brunns að bera, en þýðing þeirra er
þó á engan hátt sambærileg við stefnu Freuds sjálfs.
Árið 1913 birtist Totem und Tabu, þar sem rannsóknarljósi
sálkönnunarinnar er í fyrsta sinn varpað á frumsögu mann-
kynsins og dregnar fram nokkrar hhðstæður milli frumþróimar
samfélags, siðalögmáls og trúarbragða og sálarlífsþróunar ein-
staklingsins. Á þessu sviði sem fleirum er einkaþróunin að
vissu leyti eins og bergmál af ættþróuninni, einkum bernsku-