Skírnir - 01.01.1955, Side 154
150
Yngvi Jóhannesson
Skímir
sálarlíf nútímamannsins, og ekki síSur margt í sálarlífi sefa-
sjúklinganna, sýnir greinilega likingu við frumsöguna, bernsku
mannkynsins. Helgibönn (tabu) frumstæðra þjóða, reglur og
siðaboð án meðvitaðs eða skiljanlegs rökstuðnings, eru í raun-
inni enn til í ýmsum myndum hjá menningarþjóðunum, allt
frá þráhyggju sefasjúklingsins til hins skilyrðislausa skyldu-
boðs Kants, og hér er skýrður uppruni þeirra.
Hinn kunni fyrirlestraflokkur Vorlesungen zur Einfúhrung
in die Psychoanalyse kom út 1917, og má benda mönnum á
hann sem hið bezta heildaryfirlit um sálkönnunina fyrir byrj-
endur, enda þótt það sé ekki alls kostar auðveldur lestur og
þurfi helzt að lesa það oftar en einu sinni með góðri athygli.
Þetta rit hefur að sjálfsögðu verið þýtt á fjölda tungumála,
m. a. á ensku og norsku.
Þegar þessir fyrirlestrar komu út, var Freud nýlega orðinn
sextugur. Fjarri fór því, að honum væri þá neitt farið aftur
andlega, og einmitt á næsta áratug lagðist hann dýpra en
nokkru sinni fyrr í rannsókmnn sínum á eðlishvötum og per-
sónugerð mannsins. Dirfska hans og snilligáfa birtist nú í nýj-
um sjónarmiðum og hugtökum, sem færðu hinar fyrri stað-
reyndaskýringar og raunar allt fræðikerfi sálkönnunarinnar á
nýjan og víðtækari grundvöll. Þau fjögur rit Freuds, sem eink-
um hafa að geyma kjarnann í þessum síðari rannsóknum hans,
verður hiklaust að telja til þýðingarmestu verka hans. Þau eru
Jenseits des Lustprinzips (Handan við þægindalögmálið) 1920,
Massenpsychologie und lchanalyse (Múgsálarfræði og grein-
ing sjálfsins) 1922, Das lch und das Es (Sjálfið og Þaðið)
1923, og Hemmung, Symptom und Angst (Hömlun, einkenni
og hræðsla) 1926. Heildaryfirlit um þessar síðari rannsóknir
eða ágrip af þeim birtist síðan í nýjum fyrirlestraflokki, Neue
Folge der Vorlesungen zur Einfuhrung in die Psychoanalyse
1933.
Fyrsta viðfangsefni sálkönnunarinnar hafði verið sefasýkin,
en einkenni hennar stöfuðu af því, að sjálfið hafði vísað á bug,
bælt niður, einhverjar þær hræringar ástfýsinnar, sem því stóð
ógn af, en þær síðan brotið sér einhverja framrás í öðru formi,