Skírnir - 01.01.1955, Page 155
Skimir
Sigmund Freud
151
eftir krókaleiðum, upp úr djúpi óvitundarinnar. f þessum til-
fellum var andstaða milli sjálfsbjargarhvatar einstaklingsins og
ástfýsi hans. En nú leiddu hinar nýju rannsóknir til þeirrar
niðurstöðu, að báðar spryttu í raun og veru af sömu orkulind,
sjálfsbjargarhvötin væri í eðli sínu sjálfsást mannsins. En upp-
haflega, áður en ödipusduldin kom til sögunnar, var í frum-
bernsku mannsins tímabil, þegar ástfýsi hans beindist ekki
enn út á við, en var einmitt eingöngu sjálfshugð eða sjálfsást
(Narzismus).
Þetta upprunalega ástand hverfur aldrei alveg; sjálfið er alla
ævi eins og geymir hinnar ástfúsu orku, og þaðan bæði beinast
straumar hennar út á við, þegar maðurinn leggur hug á ein-
hvern, og geta horfið þangað aftur, þegar hann verður honum
afhuga. Þegar maður leggur ást á annan, notar hann til þess
orkuna úr forðabúri sjálfsástarinnar. Þess vegna er það, að því
meir sem maðurinn elskar einhvem (eða eitthvað), því óeigin-
gjarnari verður hann, og getur það jafnvel gengið svo langt,
að hann fórni sjálfum sér með öllu, sjálfsástin ummyndist að
miklu leyti í ást á öðru.
Þeir innri árekstrar, sem ollu sefasýkinni, voru þannig í
rauninni togstreita milli sjálfsástarinnar og þeirrar ástfýsi, sem
beinist út á við. Heilbrigður þroski krefst jafnvægis þar á milli,
þannig að hvorug stefnan gangi úr hófi. 1 þessu ljósi má m. a.
skilja geðveiki eins og hugklofasýkina þannig, að sjálfið dreg-
ur þar inn í sig ástfýsi sína, missir áhugann á umheiminum
og einangrast. Ýmis óróleg sjúkdómseinkenni geta þá stafað af
tilraunum ástfýsinnar til að brjótast út, hnýta að nýju tengsl
við umheiminn; þau eru barátta við sjúkdóminn, tilraun nátt-
úrunnar til lækningar. Deyfð og rósemd sjúklingsins kann hins
vegar stundum að tákna það, að sjúkdómurinn hafi náð yfir-
höndinni; maðurinn er þá orðinn að nýju sem ómálga bam.
En úr því að í sjálfsbjargarhvötinni birtist þannig hin sama
frumorka og í kynhvötinni, þá leiðir af því, að ekki er neinn
andstöðumunur lengur á viðleitni náttúrunnar til að halda
við lífi einstaklingsins og viðleitninni til að halda við kynstofn-
inum. Hin ástfúsa orka, sem birtist bæði í sjálfsást og útást, er