Skírnir - 01.01.1955, Qupperneq 156
152
Yngvi Jóhannesson
Skimir
sjálf lífshvötin, og nú notar Freud um hana heiti griska ástar-
guðsins Eros, í ekki ósvipuðum skilningi og gríski heimspek-
ingurinn Platon.
En þótt ásthugðin eða Eros sé þannig sjálfur aflvaki lifsins,
er hún þó ekki hin eina frmnhvöt. Andspænis ástinni stendur
dauðinn. 1 manneðlinu býr áreitni, hvöt til árása og eyðingar,
og má líta svo á, að hún sé meðfram andleg tjáning þeirrar
hrörnunar og hnignunar, sem vinmn á móti uppbyggingu lífs-
ins. Þetta er dauðahvötin, það feigðarkall, sem býr í allri hinni
lífrænu náttúru og leitast við að færa hana aftur á stig hins
lífvana efnis. Árásarhvöt verður hún, og jafnvel grimmd, þegar
lífverurnar beita henni út á við, en með því víkja þær henni
að nokkru frá sjálfum sér, viðhalda lengur eigin lífi með því að
eyða lífi annarra. En þó starfar ávallt nokkur hluti hennar
hið innra; sjálf samvizka mannsins gat orðið til við það, að
árásarhvöt hans beindist líka inn á við, að honum sjálfum.
Freud lítur svo á, að öll fyrirbæri menningarsögunnar og
mannlífsins skapist við samleik þessara tveggja andstæðu afla,
lífsins og dauðans. Skoðanir hans á þessu koma m. a. allvel
fram í ritinu Das Unbehagen in der Kultur (Öþægindi menn-
ingarinnar) 1929, og i hinu opna hréfi til Einsteins Warum
Krieg (Hvers vegna stríð?) 1933. Árásarhvötin býr í sjálfu
eðli mannsins, og er því ekki furða, þótt erfitt sé að útrýma of-
beldi og stríði. Jafnvel þótt fullnægt yrði öllum efnislegum
þörfum manna og jöfnuður kæmist á, er ekki víst, að það dygði
til. Ágengnin hefur lika sitt líffræðilega hlutverk; hún er
hlekkur í keðju framvindunnar, sem gera verður ráð fyrir.
Fremur en að útrýma henni, hlýtur markmiðið að vera að
stjórna henni og beina á ákveðnar brautir; hún er afl, sem þarf
að temja og taka í þjónustu ásthugðar og samúðar, eftir þvi
sem unnt er Meðal annars þarf að setja henni þær skorður
og finna henni þær útrásarleiðir, að þún þurfi ekki að brjótast
út í stríðum. Síun mannsins, þjálfun hans til sannrar menn-
ingar, þarf að vísu að sigra grimmd og villimennsku, en það
verður ekki gert með því að bannsyngja neina eðlisþætti
mannsins, heldur með því að afla þekkingar á þeim og skilja
þá og öðlast vald yfir þeim, svo sem framast er unnt.