Skírnir - 01.01.1955, Page 157
Skímir
Sigmund Freud
153
Freud hugsar sér, að hinar tvær frumhvatir lifsins og dauð-
ans gangi jafnaðarlega í ýmis sambönd, likt og þegar ólíkir
málmar eru bræddir saman. Við það, að dauðahvötin er
„bundin“ í slíkum samböndum, verður hún að verulegu leyti
óskaðleg og að vissu marki gagnleg. Hins vegar er eins og hún
skilji sig frá í sumum sjúkdómmn og beinist um leið að mann-
inum sjálfum með sérstökum hætti, eins og í vílsýkinni (Me-
lancholie) og ef til vill í niðurfallssýki (Epilepsie). — En báð-
ar frumhvatimar ganga með sigur af hólmi að lokum, dauða-
hvötin með dauða einstaklingsins, lífshvötin með endurnýjun
hans í afkvæminu.
Hin ástfúsa lífsorka er einnig sköpunarafl menningarinnar.
Hjá dýrunum er kynhvötin að miklu leyti óhömluð, en hjá
manninum rekur hún sig brátt á ýmis bönn, sem vilja setja
henni strangar skorður. Þá kemur í ljós sá sveigjanleiki ástfýs-
innar, að hún getur að töluverðu leyti sleppt kynlífsmark-
miðum sínum og beinzt að öðrum. Þetta kallar Freud stefnu-
hækkun eða göfgun (Sublimierung). Vinátta og manngæzka,
hugsjónaást og siðvendni eiga þar djúpa orkulind. En þó er
hæfileiki einstaklinganna til þess að stefnuhækka þannig ást-
fýsi sína næsta misjafn, og hin óbreytta kynhvöt er oft sterkari
en flest önnur sálarlífsöfl.
Gerð sálarlífsins dregur Freud upp með nokkuð breyttum
útlínum í hinum síðari ritum sínum. Skiptingin í meðvitað og
ómeðvitað sálarlíf heldur að vísu gildi sínu, enda er hún blátt
áfram lýsing á staðreyndum. En dýpri skilningur fæst með
hinum nýju sjónarmiðum. Hann greinir þar þrjú aðalsvið
sálarlífsins. Neðsta sviðið eða dýpsta má hugsa sér sem and-
legt viðhorf þeirrar orku, sem birtist í öllu starfi líflíkamanna.
Það er lang-víðtækast, og þar ólga hinar ótömdu hvatir í
djúpinu, en þó er það í eðli sínu ómeðvitað og ópersónulegt.
Þetta svið kallar Freud þaðiS (das Es); um það á ekki við ann-
að persónulegra orð. Á efra borði þaðsins, sem snýr að um-
heiminum, myndast sjálfiS eða persónukjarni mannsins og
meðvitund. Að miklu leyti er það á valdi þaðsins og ástríðna
þess, en beitir skynsemi sinni til lífsstjórnar eftir megni. Mætti
stundmn líkja því við riddara á trylltum gæðingi, þar sem