Skírnir - 01.01.1955, Page 158
154
Yngvi Jóhannesson
Skírnir
hesturinn ræður framsókninni, en stjómandinn aðeins leiðinni,
og þó að mjög takmörkuðu leyti. — Loks er það innra yfirvald,
er myndast sem sérstakur hluti sjálfsins við áhrif uppeldis og
siðunar, við það, að maðurinn drekkur i sig í uppvextinum og
gerir að sínum kröfur foreldra og umhverfis. Þennan hluta
kallar Freud yfirsjálfiS (das Úberich), og felur það m. a. í sér
samvizku mannsins og hugsjónakröfur. Bæði sjálfið og yfir-
sjálfið er að nokkrum hluta ómeðvitað. Þess vegna er það, að
menn búa ekki aðeins yfir frumstæðari hvötum en þeir vilja
viðurkenna, enda þótt stundmn örli á þeim í óþægilegum
draumum, heldur getur líka samvizka þeirra verið strangari
undir niðri en þeir vita af, og þá ef til vill sýnt óþægileg eða
óvænt viðbrögð, ef svo ber undir.
Sálarlífsstarfið felst í samleik þessara þriggja aðila og við-
brögðum þeirra gagnvart umheiminum. Þaðið leitar þægingar
í blindni, og mundi óhindrað ráð þess leiða í voða, en sjálfið,
sem að vísu er þjónn þess, reynir að miðla málum við um-
heiminn og raunveruleikann. Á það þá oft erfiða aðstöðu, því
að annars vegar gerir líka yfirsjálfið sínar kröfur, oft harðar
og tillitslausar. Hinir mörgu möguleikar innri árekstra verða
miklu skiljanlegri sem átök þessara afla, oftast að miklu leyti
hulin í djúpinu. En vitanlega er ekki unnt að gera þessum
hlutum nægileg skil í fáum orðum.
Tækni sálgreiningar og lækningaraðferð breyttist ekki að
ráði vegna hinna nýju sjónarmiða. Segja má, að kjarni hennar
felist í því, að yfirvinna innri mótstöður, fyrst og fremst með
því að gera þær meðvitaðar, rifja upp duldir, bæld og gleymd
atvik og tilfinningaviðhorf þeirra, sem þá komast undir áhrifa-
vald meðvitundar og vilja, þannig að takast má ný þróun,
nokkurs konar enduruppeldi. Er þetta oft langvinnt starf, sem
að sjálfsögðu krefst samvinnu sjúklingsins. Hjá geðveiku fólki
er hætt við, að erfitt sé um þá samvinnu, og m. a. þess vegna
ekki auðvelt að hjálpa. En árangur er oft góður, einkum í
sefasýki og léttum tilfellum af geðveiki, einnig við ýmsa kyn-
lífsörðugleika, skapgerðargalla og uppeldisvandamál.
Eins og kunnugt er, getur dáleiðsla stundxun hjálpað nokkuð
í ýmsum þessum tilfellum, en munurinn á henni og sálgrein-