Skírnir - 01.01.1955, Page 159
Skímir
Sigmund Freud
155
ingu er einkum sá, að sálgreiningin heimtar ekki, að sjúkling-
urinn hlýði neinu valdboði eða taki neitt trúanlegt í hlindni,
heldur byggist hún á að rekja hlutina til róta og öðlast skiln-
ing. Þess vegna er árangur hennar, þegar hann næst, bæði rót-
tækari og haldbetri. Annars getur dáleiðsla verið handhæg,
þegar henni verður við komið, bæði ein út af fyrir sig og
einnig sem hjálpartæki við sálgreininguna, einkum til að
stytta þann tíma, sem þarf til meðferðarinnar. Er á síðari árum
nokkuð gert að því sums staðar að nota dáleiðslu þannig (Hyp-
noanalysis).
Ef til vill er mikilvægasti árangur sálkönnunarinnar ekki
lækningar hennar, þótt athyglisverðar séu, heldtu- skilningur
sá, sem hún veitir á sálarlífi mannsins og öflum þeim, sem þar
takast á. Sá skilningur hefur þýðingu fyrir flest vísindi, sem
fjalla um manninn og þróun hans, um menningarsögu og
sálarfræði, skáldskap og listir, uppeldisfræði og mannfélags-
vandamál. Um þýðingu sálkönnunar fyrir uppeldisvísindin
hafa aðrir höfundar ritað meira en Freud, svo sem svissneski
presturinn Oskar Pfister, Melanie Klein, Anna Freud o. fl.
Sálkönnunin hefur opnað augu manna fyrir því, hvílíka úr-
slitaþýðingu fyrstu 4—5 aldursárin hafa fyrir persónugerð
mannsins og alla velferð hans á lífsleiðinni upp frá því. Hún
leggur áherzlu á hinar fornu foreldradyggðir, ást, mildi og
þolinmæði, en einnig á hreinskilni, óttaleysi og traust.
Freud ritaði töluvert um ýmis atriði í skáldskap og bók-
menntum frá sjónarmiði sálkönnunar. Þess var áður getið,
að hann kenndi hina örlagaríkustu duld í sálarlífsþróun
mannsins við söguhetjuna ödipus í leikriti Sófóklesar. Þá hefur
orðið fræg túlkun Freuds á skapgerð Hamlets í leikriti Shake-
speares, en Hamlet hefur lengi verið torskilin persóna, eink-
um hans „fölleita hugarhik11, þegar hann á föður síns að hefna,
þótt hann geti haft hraðar hendur við önnur tækifæri. Hamlet
getur beitt sér gegn hverjum, sem er, en hikar aðeins gegn þeim
manni, sem hefur orðið föður hans að bana og kvænzt móður
hans. Það er af því, að um leið hreyfir sér eins og bergmál
hans eigin gamla ödipusduld og sektartilfinningin, sem fylgdi
henni. — Freud hefur einnig ritað um persónur í skáldskap