Skírnir - 01.01.1955, Qupperneq 161
Skímir
Sigmund Freud
157
og starfaði næstum sem heill væri fram á síðasta æviár. Hann
andaðist í London 23. september 1939 á 84. aldursári, aðeins
fáum vikum eftir, að síðari heimsstyrjöldin brauzt út, og þar
hvílir aska hans.
f grein þessari hefur verið stiklað á stóru, og þótt reynt hafi
verið að drepa á mikilvægustu atriðin, má nærri geta, að í svo
stuttu máli hlýtur margs að vera ógetið. Þótt nefnd hafi verið
flest hin stærri rit Freuds, er rétt að geta þess, að auk þeirra
ritaði hann fjölda ritgerða, sem í rauninni eru engu ómerkari,
þar sem þær eru margar frumgögn um rannsóknir hans og
reynslu. Þær eru vitanlega allar teknar með í heildarútgáfu
rita hans á frummálinu, en auk þess eru þær til á ensku í 5
binda safni (Collected Papers I—V).
Freud taldi sig hafa rakið mikilvæg drög að því, hversu
ýmsar helztu trúarhugmyndir mannkynsins hafi þróazt upp
úr forsögulegri reynslu þess. Að sjálfsögðu gerði hann sér ljóst,
að upprunaskýring trúarhugmyndanna sker ekki úr um sann-
leiksgildi þeirra. Það er því í rauninni alveg án tillits til þess,
hvort guð sé til eða ekki, að sálkönnunin sýnir fram á ómeð-
vitaðar ástæður í hugskoti mannsins fyrir trúnni á hann. Ósk-
hugsun óvitans, sem svarað er af ástríku umhverfi, vekur fyrst
hjá honum eins konar tilfinningu um almætti eigin hugsrmar.
Því næst verður faðirinn eða foreldrarnir handhafi almættis
og alvizku. En innan tíðar skynjar barnið mannlegan ófull-
komleika foreldranna, og þá yfirfærir það almættið og alvizk-
una á guðshugmyndina, sem þá er búið að innræta því, og
það tengir við hana annars vegar traust sitt og ást og hins
vegar sektartilfinningu sína (synd) og ótta við refsingu.
Á nokkrum stöðum í ritum sínum fjallar Freud sérstaklega
um fjarhrif og hugskeyti og hvað sálkönnunin hafi þar að
leggja til málanna, og þótt hann segist ekki hafa haft aðstöðu
til að rannsaka þau fyrirbæri til neinnar hlítar og telji sig þvi í
nokkrum vafa um þau, má sjá, að hann hallast að þeirri skoð-
un, að þau séu staðreynd og merkilegt rannsóknarefni.
Hin siðfræðilega afstaða, sem kemur fram í ritum Freuds,
er í stuttu máli á þá leið, að menning og siðun hljóti að vísu að
grundvallast á hömlum og stjórn á frumhvötum mannsins, en