Skírnir - 01.01.1955, Blaðsíða 162
158
Yngvi Jóhannesson
Skírnir
vegna vanþekkingar verði aðferðirnar oft óheppilegar, nokkurs
konar tilraunir til blindrar ofstjórnar, sem reynist manninum
þráfaldlega of þung byrði. Þess vegna sé nauðsynlegt að auka
þekkingu og vald meðvitundarinnar yfir sálarlífinu, svo að
mannkærleikurinn fái notið sín, án þess að eðli mannsins sé
hneppt í fjötra á viðsjárverðan eða sjúklegan hátt. Siðaskoðun
sína byggir Freud ekki á trúarbrögðum, heldur raunsærri
hugsun. 1 bréfi sínu til Romains Rollands (í Liber amicorum
Romain Rolland, á sextugsafmæli Rollands 1926), segir hann:
„Sjálfur fylgdi ég mannástinni að málum, ekki fyrir tilfinn-
inga- eða hugsjónakröfur, heldur af skynsamlegum og hagnýt-
um ástæðum, af því að eins og högum er háttað um hvataeðli
vort og umheim vorn, hlaut ég að telja hana jafn-ómissandi
tilveruskilyrði fyrir mannkynið eins og til dæmis tæknina“.
Ef spurt er, hvort sálfræðikenningar Freuds, eða hversu
mikið af þeim, muni standast tönn timans, mætti ef til vill
svara því til, að einstök kenningaatriði, þótt snjöll séu, geti
hvorki verið eins mikilvæg og staðreyndirnar, sem hann hefur
fundið eða kannað fyrstur manna, né sjálft brautryðjenda-
hlutverk hans. En enginn efi er á því, að hann hefur valdið
byltingu í viðhorfi upplýstra manna með hinum nýja skiln-
ingi á undirdjúpum sálarlífsins, og að það er ekki ofmælt, að
verk hans kasti nýju ljósi á sérhvert svið mannlegs lífs. Og
þeim mönnum fer fjölgandi, sem hiklaust mundu halda sam-
líkingunni við Kóperníkus og Darwin: Þó að vísindin hafi
aukið mörgu og séu ávallt að auka meiru við kenningar þeirra,
hafa þau ekki hrundið kjarna þeirra, sem stendur enn og mun
standa.