Skírnir - 01.01.1955, Síða 163
MAGNÚS MÁR LÁRUSSON:
UM NIÐURSTXGNINGARSÖGU.
1 fomu handriti, sem varðveitt er í Árnasafni og nefnist
AM 645 4to, en hefur að geyma ýmsar helgisögur, stendur
saga ein skráð, er nefnist Niðurstigningarsaga, og er hún
þar öll. Hún fjallar um niðurstigningu Krists til Heljar eftir
dauða hans, er hann prédikaði fyrir öndunum í varðhaldinu
og leysti þá, en batt fjandann með eldlegum böndum krafta
sinna. Handrit þetta virðist vera komið í Árnasafn frá Munka-
þverá og kynni því að vera fornt handrit úr klaustrinu þar.
Rithöndin, sem á sögunni er, virðist vera frá síðara hluta 13.
aldar, og er hún yngri höndin á handritinu. Auk þess er
sagan til í Árnasafni í öðru handriti frá fyrra hluta 13. aldar,
en þar vantar framan af henni. Er það skaði, því að sú gerð
virðist vera upprunalegust, þótt miðlungsgott afrit sé. Handrit
þetta er einnig komið í Árnasafn af Norðurlandi, frá Birni
biskupi Þorleifssyni, og nefnist AM 623 4to. Var handrit
þetta allt gefið út stafrétt af Finni Jónssyni prófessor. Enn
fremur eru til af sögu þessari tvö blöð í arkarbroti, sem einnig
eru varðveitt í Árnasafni. Annað þeirra, AM 233 a folio, er
frá 14. öld og kom frá síra Þorsteini Ketilssyni á Hrafna-
gili. Hitt, AM 283 folio V, er frá 15. öld, en ekki er kunnugt,
hvaðan það er. Var Niðurstigningarsaga gefin út eftir öllum
þessum handritum af C. R. Unger 1877 í síðara hindi af
Heilagra manna sögum. Ástæða er nokkur til að geta svona
rækilega um handrit þessi og brot, því að ef leitað er í Forn-
bréfasafninu að sögu þessari, þá finnst hennar getið árið 1318
sem kirkjueignar í Garði í Kelduhverfi, en árið 1461 finnst
hún undir latneska heitinu „Gesta Salvatoris“ meðal bóka
Möðmvallaklausturs. Þetta gæti verið ábending um uppruna-