Skírnir - 01.01.1955, Qupperneq 164
160
Magnús Már Lárusson
Skírnir
svæði hennar, þótt svo þurfi eigi að vera í raun og sannleika.
Hins vegar skal hafa það hugfast, að saga þessi mun með
réttu vera talin meðal hinna elztu ritverka á norrænu, sem
varðveitzt hafa á fslandi. Engum vafa er það undirorpið, að
hún muni eigi hafa verið rituð síðar en um miðja 12. öld,
og líklega fremur fyrr. Eigi er hún þó frumsamin, heldur er
hún síðari hlutinn af svonefndu Nikódemusarguðspjalli, er
kennt er við mann þann, er kom til Krists um nótt, eins og
skýrt er frá í Jóhannesarguðspjalli. Nikódemusarguðspjall er
eitt hinna svonefndu huldurita Nýja Testamentisins, sem
kirkjan hefur ekki veitt gildi til þess að skera úr um trúaratriði.
Hulduritin eru mörg: bæði guðspjöll og postulasögur, bréf og
opinberunarbækur, eins og í hinu NT, er vér notum. Fyrri
hluti guðspjallsins fjallar um píslarsögu Krists og er frásögn
af réttarhöldunum yfir Kristi, reist á 23. kapitula Lúkasar-
guðspjalls, og er talin vera frá fjórðu öld. Þar sem Pílatus
kemur allmjög við söguna, er fyrri hlutinn oft nefndur
„Acta Pilati“, Pílatusar gjörningar, enda virðast einhver
munnmæli og sagnir um Pilatus hafa verið tekin upp í frá-
söguna. Virðist Tertúllían kirkjufaðir hafa þekkt þær, en hann
var uppi um 200. Þessi fyrri hluti Nikódemusarguðspjalls er
til á öllum aðalmálum kristninnar fornu, sem sé á latínu,
grísku, koptversku, sýrlenzku og ermsku.
Síðari hlutinn er sagan af niðurstigningu Krists til Heljar,
og er það Niðurstigningarsaga vor. Sá hluti guðspjallsins er
að öllum líkindum eldri en sá fyrri. Það bregður því nokkuð
kynlega við, að hann skuli ekki vera til nú á Austurlanda-
málum, heldur aðallega á latínu, en sjaldnar á grísku. tJr
latínu hefur guðspjallið svo verið þýtt á nálega öll Evrópumál.
Frumhugsunin, að feðurnir væru leystir úr böndum Heljar
af Kristi, er mjög forn og finnst víða í ritum kristninnar,
t. d. í svonefndu Pétursguðspjalli frá annarri öld. Er hugsun
sú reist á fyrra Pétursbréfi 3:19 og fleiri stöðum í hinu
Nýja Testamenti. Síðan er frásögnin aukin í meðförum. Inn
í hana er skotið samtölum Satans og Heljar, en þau má finna
í hómilíum frá fjórðu öld, sem eignaðar eru Eysteini biskupi
í Emesa, er nú nefnist Homs og er í Sýrlandi.