Skírnir - 01.01.1955, Qupperneq 165
Skírnir
Um Niðurstigningarsögu
161
Yenja guðfræðinga er að telja, að síðari hluti guðspjallsins,
Niðurstigningarsaga, sé runnin frá villutrúarmönnum þeim,
er „gnóstíkar“ nefndust, en það sést alls eigi af efni hennar,
því að þar er allt réttrar trúar. Hið eina, sem fetta má fingur
út í, er, að þeir, sem frá atburðum segja, nefnast Karinus og
Leucius.
Sagnaritarar kirkjunnar greina Leucius Charinus nokkurn á
annarri öld, lærisvein Jóhannesar postula, sem höfund hinna
huldu postulasagna Jóhannesar, Páls, Péturs, Andrésar og
Tómasar. 1 raun og veru kann Jóns saga sú lengri að vera frá
honum runnin, og kennir þar áhrifa frá villutrúarstefnu
„gnóstíka“. Hinar postulasögurnar voru svo eignaðar honum,
er menn fóru að leita höfundanna, er tímar liðu fram. Honum
er jafnvel eignað Æskuguðspjallið svonefnda og frásagnirnar
af upphafningu Maríu meyjar til himna, og gengur þar undir
heitinu Seleucus í vel flestum handritum nú orðið.
Nikódemusarguðspjall lýsir vel trú fyrri miðalda og er í
fullu samræmi við friðþægingarkenninguna, sem algengust
var fyrir daga Anselms erkibiskups í Kantarahorg, er and-
aðist árið 1109. Sú friðþægingarkenning er í stuttu máli á
þá lund, að Kristur gaf sjálfan sig Satan í lausnargjald fyrir
mannkynið allt.
Nú er það eftirtektarvert, að það skuli aðeins vera síðari
hlutinn, sem til er í þessari fornu mynd frá 12. öld á norrænu,
því að í latnesku textunum fylgir síðari hlutinn ætíð fyrri
hlutanum. Einhver ástæða hefur valdið því, að fyrri hlutanum
skyldi sleppt, þótt nú sé hún ókunn. Norræni textinn ber
það hins vegar með sér, eins og hann er í Munkaþverárbók-
inni, að sá, sem þýðir, hefur haft fyrir sér Nikódemusarguð-
spjall heilt, því að inngangsorð og lokaorð eru í latneska text-
anum einn kafli. Hér í norræna textanum hefur hann verið
klofinn upp og sagan sett inn á milli. Það er ekki fyrr en í riti
um 1500, sem ég hef fundið öruggt vitni þess, að fyrri hluti
guðspjallsins hafi verið hér kunnur almennt.
Þetta er samt ekki það markverðasta við textann í hinum
norræna búningi. Hitt er mun miklu eftirtektarverðara, hversu
góð þýðingin í raun og veru er. Þýðandinn leyfir sér að stytta
11