Skírnir - 01.01.1955, Page 166
162
Magnús Már Lárusson
Skírnir
frásöguna á stöku stað, þar sem latneski textinn er í sann-
leika lýttur af endurtekningum og orðalengingum . Yfir þýð-
ingunni í heild hvílir blær ferskleika og innileika. Þýðand-
anum er nærtækt efnið, sem hann er að fást við; trúir því, að
hér sé um sannleika að ræða, er eigi verður efazt um. Nú
á dögum munu menn almennt véfengja, að hér sé skýrt frá
sönnum atburðum. Hins vegar gætum vér vel dáð þá trú, sem
rit þetta lýsir. Þar er trú, sem eigi efast.
En þetta er reyndar ekki það, sem skemmtilegast og eftir-
tektarverðast er við hina norrænu gerð Niðurstigningarsögu.
Sé hún lesin saman við hinar erlendu textagerðir, kemur í
ljós, að hún muni vera þýdd eftir forriti af svonefndri A-gerð,
en eins og áður var sagt, stytt á stöku stað. Hins vegar hefur
slæðzt inn í hana allverulegt innskot auk nokkurra smærri
skýringarinnskota.
Innskot þetta er í tveim köflum og hljóðar á þessa leið eftir
elzta textanum 623:
I. Nú mun ég segja frá stórmerkjum þeim, er þá gjörð-
ust.
Það var mjög í það mund dægra, að himinn opn-
aðist. Þar rann fram hestur hvítur, er reið hyggiligur
maður, sá er hverjum var vegligri og tíguligri. Augu
hans voru sem logi á eldi. Kórónu þá bar hann á höfði,
er mörg sigurmerki mátti sýna. Hann hafði klæði það
um önnur föt utan, er blóðstokkið var. Á klæði hans yfir
mjöðminni voru orð þessi ritin — Rex regum et Dominus
dominantium. Hann var sólu bjartari, og fylgdi honum
óvígur her riddara og höfðu hvíta hesta, allir snjávi
hvítari.
Sá inn ríki alvaldur leit til Jerúsalem og mælti svo:
„Gildra sú, er að Jórsölum er gjörð, verði Miðgarðsormi
að skaða, og öngull sá enn hvassi, er leynist í agninu,
er í gildru var lagt, og vaður sá inn sterki verði fólginn,
svo að eigi megi sjá.“
Þá bauð hann nokkrum dýrlingum að fara fyrir sér
og gjöra vart við komu sína til helvítis.
II, Þá réðst Satan á mót og sá engilliga flokka komna til