Skírnir - 01.01.1955, Síða 169
Skímir
Um Niðurstigningarsögu
165
að hér á landi hefur það verið algengt á 12. öld, að klerkar
jafni Levíathan, kynjaskepnu undirdjúpanna, við hinn gamla
og velþekkta Miðgarðsorm, og með nokkrum rétti þó. Mið-
garðsormshugmyndin er útbreidd um allan heim, og má finna
hana elzta í fræðum Babýlóníu-manna. Heitir kvikindið þar
Tiamat og er ekki árennileg skepna. En örlög hennar verða
hin sömu og Miðgarðsormsins i heiðnum sið. Eftir mikinn bar-
daga bíður Tiamat ósigur og er drepinn af guðimnn Mardúk.
En Levíathan ritningarinnar er sama eðlis, skepna, sem er
andstæð guði.
Niðurstigningarsaga hefur nokkra bókmenntasögulega þýð-
ingu, ekki eingöngu vegna aldurs síns, heldur einnig vegna
þess, að hún hefur verið nokkrtun góðskáldum miðalda kunn.
Bróðir Eysteinn, er orti Lilju, er allir vildu kveðið hafa, hef-
ur áreiðanlega þekkt Niðin-stigningarsögu í hinni norrænu
gerð. Það sést af 60., 61. og 62. er. Lilju. Einkum er það þó
glöggt af niðurlagi 60. er.:
„Eigi mun nú ormurinn bjúgi
agn svelgjandi á króki fagna“.
Ormurinn bjúgi er Miðgarðsormur í innskotinu, sem beit á
öngul guðdómsins. Ein tvö handrit að Lilju, annað í British
Museum, hitt í Árnasafni 622, 4to hafa lesháttinn: á krossi,
í stað: á króki. Notaði Eiríkur Magnússon þann leshátt í
Lilju-útgáfu sinni. Lesháttur sá mun samt vera rangur, því
að orðin „á króki fagna“ samsvara fyllilega frásögn Niðurstign-
ingarsögu og hómiliu þeirri, sem búið er að nefna, enda virð-
ast vísuorðin eðlilegust samantekin á þessa leið: Nú mun orm-
urinn bjúgi svelgjandi agn eigi fagna á króki.
Hins vegar myndar leshátturinn „á krossi fagna“ brú til
næsta góðskáldsins, er notar Niðurstigningarsögu. Er það Jón
biskup Arason. Má þar minna á 27. erindið i Niðurstigsvísum.
Þar segir:
„uppá krossinn ormrinn skreið
og andláts beið,
sálina svelgja vildi“.