Skírnir - 01.01.1955, Síða 170
166
Magnús Már Lárusson
Skírnir
Framsetning þessi á athæfi djöfulsins er þó ekki ný, heldur
kemur hún fyrst fram í skýringum Rúfínusar á trúarjátning-
unni, sem samdar voru rnn 400. Hér má til gamans og aukins
fróðleiks skjóta inn, að það er Ágústínusi kirkjuföður að
þakka, að vitað er nú nm tréketti, þ. e. fjalaketti á 13. öld
á Islandi. Hefur slæðzt inn í texta Munkaþverárbókar sem
afbrigði, en fengið úr 130. prédikun hans. Niðurstigsvísur
rekja efni Niðurstigningarsögu mjög nákvæmlega í 11. er-
indi og 24.—37. erindi. Hér skal ekki rætt um það, hvort
Ljómur og Krossvísur séu eftir Jón biskup, heldur aðeins á það
bent, að þau ljóð vitna einnig til Niðurstigningarsögu.
Þá má geta þess, að 22. og 23. erindi í Líknarbraut frá því
um 1300 sýna einnig kunnugleika á sögunni. Hið sama kemur
og fram í 11. er. í 4. málfræðiritgjörðinni. I Stokkhólms-
hómilíubók, sem þegar hefur verið nefnd, er einnig staður,
sem sýnir kunnugleika á sögunni, bls. 150—151.
Niðurstigningarsaga kemur viða við. Það væri því nauð-
synlegt að gjöra sér nokkra hugmynd um það, hvar hún hefur
verið þýdd. í upphafi var tæpt á Norðurlandi sem uppruna-
svæði þýðingarinnar. Þetta kemur þó ekki vel heim við niður-
stöður norsks fræðimanns, er telur handritið AM 623, 4to, vera
runnið frá norsku forriti. Það er vafasamt, hvort kenningar
þær fá staðizt nánari prófun. Það er athyglisvert, að þegar
gerður verður samanburður á textum þeim, sem ágreiningi
geta valdið, munu íslenzku textarnir reynast vera betri, hvort
sem þeir eru eldri eða yngri. Hér gefst ekki tóm til þess að
setja fram nýjar kenningar um þær bókmenntir öðruvísi en
tæpa á aðalniðurstöðum.
Þær eru á þessa leið:
Dróttinsdagamál Stokkhólms-hómiliubókar hafa verið kunn
á Norðurlandi um miðja 12. öld, er ljóðið Leiðarvísan er ort.
Kirkjudagsmálin frægu, sem stundum nefnast stafkirkjupré-
dikun, eru varðveitt í broti frá Hrafnagili, AM 237 a folio,
sem er kynslóðinni eldra en Stokkhólms-hómilíubók. Stokk-
hólmshómilíubók mun sennilega ekki vera rituð í eða nálægt
Skálholti, heldur fremur á Norðurlandi, ef til vill á Melstað.
En enginn veit, hvaðan Jón Eggertsson á ökrum hafði hana til