Skírnir - 01.01.1955, Side 171
Skímir
Um Niðurstigningarsögu
167
Svíþjóðar. Einhvern veginn hafa menn gjört of lítið úr hinni
merkilegu skólastofmm Jóns helga Ögmundssonar á Hólum
og áhrifum nemenda hans, sem sumir komust til hinna hæstu
metorða í kirkjunnar þjónustu, einnig í Skálholti. Það má telja
fullvíst, að innskotsblöðin í norsku hómilíubókinni séu runnin
frá íslenzku forriti. Og alhnikill vafi gæti leikið á sumu efni
hennar öðru.
Jón biskup ögmundsson er einn merkilegasti maðurinn á
fyrri miðöldum. En ef til vill hefur hann hingað til verið
nokkuð vanmetinn og lítið gjört úr áhrifum hans, þar sem
hann öðlaðist þá sæmd að verða tekinn í tölu heilagra.
Fyrir íslenzkar bókmenntir hefur starf hans sem skóla-
stofnandi að Hólum haft ómetanlega þýðingu. Hann grund-
vallar efalaust helgisagnaritun Islendinga, sem meðal annars
stóð í svo miklum blóma í Þingeyraklaustri, er hann stofn-
aði til.
Sennilega þarf það ekki að vera neinum vafa undirorpið,
að telja megi Niðurstigningarsögu leidda af verki hans.
Svo skemmtilega vill til, að árið 1780 settist Ólafur bóndi
Jónsson í Arney niður við að skrifa upp nokkrar sögur og frá-
sagnir eftir gömlum og fúnum sagnablöðum, sem að vísu virð-
ast ekki hafa verið eldri en frá því um 1600. Ölafur í Arney
og faðir hans Jón á Grímsstöðum höfðu yndi af að eiga bækur
og lesa, en öfluðu þeirra með afskriftum, enda segir á bl. 1 b:
Blindur er bóklaus maður.
Fyrsta sagan, sem hann skrifaði upp, er Niðurstigningar-
sagan. Hún er þar heil og textinn sæmilega óbrjálaður með
upphafi þvi, sem virðist vanta í Munkaþverárbók, en að auki
er alllangur kafli, sem tengir Niðurstigningarsögu við sjálfa
píslarsöguna. Sá kafli getur þó eigi verið saminn fyrr en eftir
1540, útgáfuár Odds Testamentis. Það segir leshátturinn: ‘Eli,
Eli lama asapthani4 meðal annarra orða. Handrit þetta er varð-
veitt í handritasafni Jóns Sigurðssonar, 405, 8vo, og verður að
hafa það til hliðsjónar við hina textana fjóra, er nefndir voru
í upphafi máls.
Hitt er ef til vill eigi þýðingarminna, að þriðji textinn, sem
Ólafur í Arney varðveitti með afskrift sinni, skuli vera sá, sem