Skírnir - 01.01.1955, Page 173
ALEXANDER JÓHANNESSON:
SCHILLER OG ÍSLAND
Nú eru liðin 150 ár, frá því að Schiller lézt, 45 ára að aldri.
Þessa var ekki aðeins minnzt í Þýzkalandi, heldur víða um
heim. Hann var eitt af höfuðskáldum Þjóðverja og oft nefnd-
ur í sömu andránni og Goethe, enda teljast þeir höfuðskáld
Þjóðverja á síðara hluta 18. aldar og í byrjun 19. Þeir voru
auk þess miklir vinir. Goethe sagði um hann látinn við
Eckermann, ritara sinn: „Schiller var jafntígulegur við te-
borðið, eins og hann hefði verið í ríkisráði. Ekkert gat komið
honum úr jafnvægi, ekkert stöðvað flug hugsana hans. Hann
gat látið háleitar skoðanir sínar í ljós án nokkurs hiks eða til-
lits til annarra. Hann var sannur maður og þannig ætti maður
að vera“.
Schiller var háleitur hugsjónamaður, samdi ljóð og leikrit,
ritgerðir um sagnfræði og heimspeki, sem urðu heimsfræg og
þýdd á mörg mál. Hann varð ástmögur þjóðar sinnar, og ekk-
ert skáld Þjóðverja, að Goethe einum undanteknum, hefir haft
jafnvíðtæk áhrif á uppeldi þýzku þjóðarinnar. Ljóð hans hafa
verið lærð utan að í öllum skólrnn landsins fram á þenna
dag, og leikrit hans eru enn sýnd víða um heim. Þessu olli
ekki aðeins skáldsnilli hans, heldur einnig háleit lífsskoðun.
Hann var fagurfræðingur í orðsins beztu merkingu og kenndi,
að þekking fegurðarinnar væri vegurinn til sanns siðgæðis.
Kvæði hans eru mörg einföld og auðskilin, en í flestum þeirra
eru fólgin djúp lífssannindi. Schiller var heilsutæpur og
þjáðist af brjóstveiki síðustu ár sinnar stuttu ævi, en hann
sigraðist á ölliun erfiðleikum lífsins. Þegar æskuhugsjónir
hans hurfu: