Skírnir - 01.01.1955, Síða 174
170
Alexander Jóhannesson
Skírnir
Slokknaðar eru
sólir fagrar,
unað dreymandi
æsku minnar;
horfnar hugsjónir,
er hjarta mínu
ljúfastar léku
á löndum sælum (Sólhvörf),
tók við lífsþekking hans, óþrotleg iðja, er svæfir brim sálar-
innar. Og í munarheimi skáldsins verður allt að lífi: „aldir og
ástrósir og eimur bylgju“. Hann sökkvir sér niður í heim-
speki Kants, og er honum finnst, að hann komist ekki langt
með skynseminni einni, gefur trúartilfinning hans honum
fullvissu um, að tign mannsins og göfgi glatist ei, ef hann
trúir á sannheilög orð trúarinnar. Alla langar úr dauðaköld-
um þokustað upp til hæðanna, þar sem eilíft sólskin ríkir,
en straumur er á milli, takmörk skynjanlegs og óskynjanlegs
heims, en dýpkun innra lífs tilfinninga og hugsjóna og traust
á háleitum tilgangi lífsins flytur mennina inn á þetta undra-
land. Hann lítur yfir mannlegt líf í mörgum ljóða sinna,
sér vísindi og listir dafna, en skynsemin og ástríðan slíta sig
frá helgum barmi náttúrunnar. Menning og náttúra verða
að sameinast, kynslóðirnar að lifa eftir samræmislögum, og
þá mun heiðsól Hómers aftur brosa við mönnum. Eitt af allra
merkustu kvæðum Schillers og um leið þýzkra bókmennta eru
KlukkuljóS, en í þeim lýsir hann klukkusteypu og heimilis-
og félagslífi manna um leið. Hver lýsing á einstökum atrið-
um steypunnar verður tilefni til hugleiðinga um mannlegt
líf. Málmblöndunin verður að vera hrein, til þess að klukkan
hljómi skært, en hún heilsar barni með gleðihljómi á fyrstu
vegum þess, og lýsir skáldið æskudraumum barnsins og alsælu-
dögum vaknandi ástar manns og konu. „Sé steypt í eitt hið
stranga og blíða, hið sterka tengist við hið þýða“. Síðan lýsir
hann áframhaldi steypunnar og um leið aðalþáttum mann-
legs lífs. Loks verður mótið að sprengjast, ef klukkan á að
rísa upp, og lýsir Schiller borgarastyrjöld, því að kunnáttu