Skírnir - 01.01.1955, Side 176
172
Alexander Jóhannesson
Skírnir
bylgjumar skella svo ótt, svo ótt —
öndinni varpar á koldimmri nótt
brjóstið af grátekka bifað.
Erindin eru fjögur. Sveinbjörn Egilsson þýddi SkilnáS
Hektors og Andrómönku og Benedikt Gröndal Sólhvörf, en
mikilvirkastur allra var Steingrímur Thorsteinsson, er þýddi
mörg af sögukvæðum Schillers eins og Greifann af Habsborg
og Riddarann af Toggenburg, en auk þess mörg önnur af
frægustu kvæðum Schillers eins og Kafarann og Klukkuljóð.
Telst mér tdl, að hann hafi þýtt að minnsta kosti 17 kvæði
Schillers. Síðan koma ýmis önnur skáld, eins og Kristján Jóns-
son, Hannes Hafstein, Stephan G. Stephansson, Bjarni Jóns-
son frá Vogi og Matthías Jochumsson, er þýddi hið fræga
kvæði Schillers Til gleSinnar, er hafið hefir verið í æðra veldi
með 9. symfóníu Beethovens:
Fagra gleði, guða logi,
Gimlis dóttir, heill sé þér!
í þinn hásal hrifnir eldi,
heilög gyðja, komum vér.
Þinir blíðu töfrar tengja,
tízkan meðan sundur slær;
allir bræðm- aftur verða
yndisvængjum þínum nær.
Ljóð eftir Schiller í þýðingum íslenzkra skálda voru gefin
út 1917, og eru í því kveri yfir 40 kvæði og kviðlingar, og um
líkt leyti kom út þýðing mín á Meynni frá Orleans.
Á þeim 150 árxnn, er liðin eru frá dauða Schillers, hefir
margt breytzt í bókmenntum heimsins, nýjar stefnur hafa
komið upp, er lifað hafa áratugi og síðan lognast út af til þess
að víkja fyrir breyttu viðhorfi og breyttmn skoðunum manna,
og enn eru ný tákn á himni eins og atomskáldskapur á Islandi
og existensialismus í Frakklandi. Dadaismus og kubismus er