Skírnir - 01.01.1955, Page 178
BRÉF SENT SKlRNI:
ATHUGASEMDIR VIÐ RITDÓM.
1 Skirni 1954 birtir dr. Sveinn Bergsveinsson ritdóm um bókarkorn
mitt, Illjóðfræði, sem ég tók saman í því skyni, að nota mætti hana við
kennslu undirstöðuatriða almennrar og íslenzkrar hljóðfræði. Sveinn
telur í ritdómnum upp 19 tölusetta agnúa á bókinni og segist hafa fleiri
í fórum sínum, en ritdómurinn í heild og sumt af því, sem hann tínir
til, er þess eðlis, að mér finnst ekki rétt að láta því ósvarað. En eins og
ég tók fram í formála, var bókin tekin saman fyrst og fremst til nota
fyrir byrjendur, en var aldrei hugsuð sem vísindarit, og þetta sjónarmið
var að sjálfsögðu sifellt haft í huga, sumt ef til vill gert einfaldara vegna
þess. Nokkur afsökun mætti mér það vera, að enginn lærðari hljóð-
ingur — meðal þeirra fáu doktora, sem við höfum eignazt i þeirri grein
— hefur haft framkvæmd i sér til að taka saman reglulega kennslubók
í hljóðfræði handa byrjendum, þó að slíkt leysi vitanlega engan undan
þeirri skyldu að vanda sem bezt til verksins. Skal hér þá fyrst minnzt
á það, sem í bókinni er tekið eftir íslenzkum heimildarritum, en atriði
ritdómsins, sem minnzt er á, eru tilgreind eftir númerum.
Það dylst ekki kunnugum, sem ritdóminn les, að ritdómandinn fellir
sig ekki nema að nokkru leyti við fræðiorð þau, sem dr. Björn Guðfinns-
son notaði í ritum sínum, en hann gagnrýnir mörg þeirra hjá mér án þess
að minnast á, að þau séu frá öðrum runnin. Ég held þó ég þurfi ekki að
biðjast afsökunar á því að nota nýyrði þau, sem þegar eru bókfest í mál-
inu, séu þau ekki tiltakanlega léleg. Þó held ég, að ekkert nýyrða Bjöms
geti heinlínis talizt lélegt, en vitanlega eru þau misgóð. Og nýtt orð má
margt hafa fram yfir það eldra, ef það á að útrýma því, sem hefur þegar
fest rætur. Það verður aldrei gott, þegar einn höfundur notar þetta, annar
hitt um sama hlutinn. — Cr ritum Björns hef ég tekið m. a. nýyrðin
nefjaSur = nasaleret, opna = fjarlægðarstig milli tunguhaks og góms
við myndun sérhljóða (3. atriði). — Sama er um hljóðmœlingafrœfii,
sem er þýðing Björns á „eksperimental fonetik" (Mállýzkur I, 26. bls.),
en vel get ég fallizt á með Sveini, að heppilegt sé að nota þetta orð fremur
um „fonometri". Hins vegar finnst mér „tilraunahljóðfræði" álappalegt
orð, þótt það sé nákvæm þýðing á „eksperimental fonetik". Og orðið