Skírnir - 01.01.1955, Side 179
Skírnir
Athugasemdir við ritdóm
175
opnunarstig er þýðing Björns Guðfinnssonar á „eksplosion“, en það er
útursnúningur Sveins á þýðingunni, þegar hann kallar þetta fremur
hátt en stig. 1 myndun lokhljóða er „eksplosion“ ekki annað en hið síðasta
af þrem stigum, sem greina má í myndun lokhljóða, en þau eru: lokunar-
stig, þegar talfærin eru að færast saman og loka fyrir loftstrauminn, dval-
arstig, meðan lokunin helzt, og opnunarstig, meðan hún er að rofna. Ef
til vill mætti finna annað orð heppilegra en stig um þessa hluta mynd-
unarinnar, en ekki nær nokkurri átt að kalla þá hætti (19. atriði). —
Svipað má segja um aðfinnslur hans við það, sem hann kallar „ónákvæmar
þýðingar", þegar erlent fræðiorð eins og t. d. „h&rd gane“ er þýtt með
samsvarandi ísl. orði „framgómur", þótt það sé séð frá annarri hlið. Ein-
hvern veginn get ég ekki fallið frá þeirri skoðun, að þetta sé einmitt góð
þýðingaraðferð, að reyna að segja hlutina á íslenzkulegan hátt og þann
veg, sem tíðkast í málinu, en ekki þýða orð fyrir orð frekar en verkast
vill. — Ég leitaði nokkuð að heppilegri þýðingu á „resonansbund", en
fann ekki aðra heppilegri en hljómbotn, eins og þetta hefur stundum verið
kallað í tónfræði. Hins vegar verður að virða mér til vorkunar eða dóms-
áfellis, að ég leitaði ekki uppi þýðinguna „hljómhol" í Nýyrðum I innan
um orð úr raftækni, eðlisfræði, efnafræði o. fl. (1. atriði).
Ef til vill er óþarft að fylla upp millibilið milli aðalopnustiga sérhljóð-
anna með millistigum, svo að stigin verði fræðilega tíu talsins, en til
grundvallar er sami kennslufræðilegur hægðarauki og þegar börnum eru
kennd öll heiti metrakerfisins, þó að aldrei sé notaður nema hluti þeirra
í daglegu lifi. (6. atriði). — Nokkuð hliðstætt er það, þegar ég lýsi mis-
munandi þunga á liðum eins tvíhljóðs með því að nota jafnalþekkt
orð og áherzlu, en ritdómandinn segir, að réttast sé að kalla slikt „hljóm-
fyllingu" fremur en „áherzlu“. Ég hefði þó haldið, að fyrst hefði átt að
lýsa merkingu nýyrðisins „hljómfylling", áður en farið væri að nota það
í kennslubók handa byrjendum. (7. atriði.)
Ritdómarinn segir, að ég tilgreini hljóðin þrjú í „segja, sagði, sagt“
sem dæmi um einn hljóðung, og hann segir, að þetta sé ekki málsstigs-
sjónarmið (synchronisch), heldur málsögulegt (diachronisch). Þetta er
ónákvæmt með farið, því að í 99. grein tek ég dæmi um /qý í „sagði“
og [x] í „sagt“ sem einn hljóðung, þar sem óraddaða hljóðið sé stöðu-
bundið, komi þar fyrir á undan t og s, en verði stöðubundið / á undan
frammæltu sérhljóði (nafnhátturinn er ekki tilgreindur). Þetta er ekki
sögulegt sjónarmið, heldur málstigs, þó að þessi afbrigði hljóðsins hafi
skapazt af sögulegum rökum. — Þó að undirstöður kerfahljóðfræði séu
umdeildar, er rétt að minnast á tilveru hennar í kennslubók, sem ætluð
er stúdentum. (8. atriði).
Ekki er rétt hjá Sveini, að ég hafi komið fram með nýja uppgötvun,
sem hafi ekki verið kunn áður meðal hljóðfræðinga: innrödduðu hljóðin.
Þessi fræðilegi möguleiki er víða nefndur í hljóðfræðiritum, sbr. t. d. Bjöm