Skírnir - 01.01.1955, Side 180
176
Athugasemdir við ritdóm
Skímir
Guðfinnsson: Mállýzkur I, 26. bls., Stefán Einarsson: Beitrage.... 33. bls.,
en þeir setja báðir upp möguleikann sem fræðilegan án þess að nefna,
að hann komi ekki fyrir. Stefán vísar til þýzka hljóðfræðingsins Pancon-
celli-Calzia, greinar eftir hann (Die Phonoposoto- und Phonotopometrie)
í tímaritinu Vox 1919, 18. bls. og áfram. Hún er ekki til hér, en norski
málfræðingurinn Ernest W. Selmer vísar svo til hennar í grein sinni,
Om Stavangérmálets hárde og blote Klusiler, Forhandlinger i Videnskaps-
selskapet i Kristiana 1924: „Han opstiller tre hovedformer (Typus I, II, III)
av hvilke alle andre forkommende muligheter er á betrakte som modifika-
sjoner.“ En „typus 11“ er einmitt innrödduð hljóð.
Ekki skal ég deila við dr. Svein um þýzk hljóð, en til að sýna, að ekki
eru allir fræðimenn sammála um fullyrðingu hans, að sch-hljóðið sé ekki
til í þýzku, má benda á að Kurt Hiehle-Eisenach segir í grein í Zeitschrift
fiir Phonetik und allg. Sprachwissenschaft, 1949, 158. bls., að það sé til
í ýmsum þýzkum mállýzkum, og tilgreinir meðal annarra austurprúss-
nesku og alemannisku. (10. atriði.)
Sveinn segir, að atkvæði eða atkvæðamörk hafi aldrei verið fundin
með mælingum. Það hef ég heldur ekki sagt, að atkvæðaskil fyndust
beinlínis með mælingum, en hitt sér hver maður, sem lítur á línurit hljóð-
mælingatækja, að á línum ritans koma skýrt fram hæðir þær og lægðir,
sem eru kjarnar atkvæða og atkvæðaskila. (13. atriði.)
Ég get ekki fallizt á þá skoðun Sveins, að sveifluhljóð í íslenzku séu
venjulega ekki nema ein sveifla eða tvær, því að einsveifla r (e. „flapped"
r) þekkist yfirleitt ekki í íslenzku, að minnsta kosti ekki í áherzluatkvæði.
Hins vegar skortir mig gögn til að sanna þetta; mælingar á einstökum
orðum sanna ekkert. Bertil Malmberg segir í hljóðfræði sinni: „Ett verk-
ligt vibrantiskt r förutsatter minst tvá tungspetsslag". (101. bls.) Og
Eugen Dieth segir um myndun r (Vademekum der Phonetik, 199. bls.):
„ . . . die verdunnte Zungenspitze schlágt mehrfach gegen den Zahndamm
oder den vordern harten Gaumen." (12. atriði.)
Ritdómandinn segir, að sér sé „ekki kunnugt, að um norðvesturhluta
landsins og þá á Vestfjörðum sé „je“ eða „é“ borið fram ie (þ. e. sem
tvíhljóð) í staðinn fyrir je. Það stendur hvergi í hljóðfræði minni, að
þetta sé ríkjandi framburður um allt Norðvesturland, heldur segir í 70.
grein, að hann sé til í mállýzkum og þá einkum um landið norðvestanvert.
Hér kemur sem víðar fram, að Sveinn virðist hafa lesið illa Mállýzkur
Björns Guðfinnssonar, og er það þó undirstöðurit um íslenzka hljóðfræði
og raunverulegan framburð málsins, en þar er þessa framburðar getið að
minnsta kosti á tveim stöðum, 47. og 67. bls., Björn sjálfur uppalinn við
þennan framburð. Og sambýlismaður minn hér í Reykjavík (uppalinn í
Gilsfirði) notar oft þennan tvihljóðsframburð, einkum í orðinu ég. (11.
atriði.)
Þá skal skotið undir dóm þeirra, sem hafa heyrt dönsku talaða, hvort
heppilegra sé að lýsa hálfönghljóðinu í Kaupmannahafnarframburðinum