Skírnir - 01.01.1955, Side 182
RITFREGNIR.1
LEIKRIT ÁRSINS.
Er það tilviljun, að öll þrjú leikrit ársins fjalla um varnarleysi landsins?
Umbúðalaust er „landssalan" eina hugsun og uppistaða „Silfurtunglsins"
eftir Halldór K. Laxness. Nokkru dýpra er ofan á meininguna hjá síra
Sigurði Einarssyni í „Fyrir kóngsins mekt“, en söguauki höfundar, „kvisl-
ingurinn" Gunnsteinn, er svo fyrirferðarmikil persóna, að „kvislings“-drama
er ekki fjarri því að vera sannnefni leikritsins. Loks er „Gissur jarl“ sögu-
leg hugleiðing Páls læknis Kolka um minnisstæðan þjóðarleiðtoga á háska-
tímum. 1 ljóði og leik birtast hugsanir hverrar þjóðar. Þetta er engin
tilviljun. Tiðin er háskaleg. Á þjóðinni brjóta boðar úr austri og vestri.
Hvert mannsbarn veit, að nú er vandstýrt og flokkar uppi með ýmsum
merkjum.
Gissur jarl, leikrit í fimm þáttum, gefið út af Föðurtúnasjóði, er lakast
þessara leikrita með tilliti til sýningar á leiksviði, en það er fróðlegt af-
lestrar og jákvætt í persónumati og söguskoðun. „Til þess leggjum vér
stund á sagnaritun í landi þessu, að eitthvað megi þeir af fortíðinni læra,
sem á eftir koma“, segir Gissur á einum stað, og allt leikrit Kolka er
íslands-sögu þáttur samanskrifaður í spaklegum samtölum, en utan neista
af því lífi, sem leiksviðið krefst. Persónur standa, sem eðlilegt er, í kolu-
skugga Sturlungu. Þórður Andrésson, svo að dæmi sé tekið, lifnar ekki
við landssögulegar skýringargreinar frá eigin brjósti, því að brjóstið er
mannsins á 20. öld. Hin gimilega tilgáta höfundar, skemmtilega sett
fram í liprum formála, um pólitískt markmið Gissurar: konungdæmi á
íslandi til handa Haukdælum, reynist haldlitil skrautflík í leiknum. Sturl-
unga, þó að skrifuð sé af lítilli velvild til Gissurar, skilur samt eftir stærri
mynd af manninum. Hendur Macbeths hjá Shakespeare em varla blóð-
ugri en hendur Gissurar Þorvaldssonar, en Machbeth er harmleikspersóna,
Gissur aðeins pólitísk tilraun.
Svo er það annað mál, að allt leikritið, skoðað sem tilraun (essay) um
Gissur, er í fyllsta máta jákvætt út frá nútima-sjónarmiðum um varnir
og framkvæmdir miðvalds þjóðfélags. Söguskoðunin er líka athyglisverð
og hvílir á þekkingu og ást á viðfangsefninu. En hvort tveggja þetta bjargar
1) Ritstjóri Skirnis getur vitanlega ekki ætlazt til þess, að þeir, sem
skrifa ritdóma fyrir tímaritið, séu einatt sammála honum um bækur. En
að þessu sinni þykir honum rétt að taka fram, að hann telur, að Silfur-
tunglið og Sjötíu og níu af stÖSinni hefðu átt miklu betri dóma skilið.