Skírnir - 01.01.1955, Qupperneq 183
Skírnir
Ritfregnir
179
samt ekki leikritinu. Það á ekki upp á pallborðið, af því að það lýsir ekki
lifandi fólki, sem skapar sér örlög af knýjandi innri nauðsyn, heldur skugg-
um upp úr annál sögulegra viðburða.
Vyrir kóngsins mekt, sjónleikur í fjórum þáttum, útgefandi h.f. Leiftur,
er líka sögulegs efnis, en ólikt leikriti Kolka um aðferð og aðdrætti. Höf-
undur lætur móðan mása, þar sem Kolka hefur taumhald stíft. Hann setur
persónum sinum stefnur á mannamót eftir geðþótta, utan Kópavogsfundar,
en bindur sig ekki annars við sögulega viðburði. Hann býr til sögulegar
persónur, og ein verður honum svo hugstæð, að allt leikritið fær lit og
svip af henni. Aðdrætti stundar hann út og suður, gamnar sér við Dan-
merkursögu, fær kitlur af stíl Halldórs Laxness í Islandsklukkunni, talar
stundum í spakmælum eins og Jóhann og fær rómantíska eftirþanka eins
og Davið, en hvað sem í efni er, bólgnar flaumur orðanna eins og á i
leysingu. Ritgleði og pennalipurð einkenna stil höfundar, en gera honum
stundum grikk.
Nafn leiksins bendir til Kópavogsfundar, og þar gerist síðasti þátturinn,
en erfðahyllingin og réttindaafsal landsmanna er sýnt í kynlegu ljósi. And-
stæðingarnir, Árni lögmaður og Hinrik Bjálki höfuðsmaður, gera með sér
samkomulag til þess að auðvelda undirskriftina, og það steypir svikaranum
við þá báða, „kvislingnum“ Gunnsteini. En hvers vegna grét Árni lögmaður
á þessari stundu? Því atriði heldur höfundur. Ef til vill er skýringin sú,
að Gunnsteinn var fóstursonur hans, og það er hann, sem raunverulega
fellur fyrir „kóngsins mekt“. Hvað þá um aðra landsmenn? Höfundur
afgreiðir þá svona með orðum Árna lögmanns: „Ég sagði í morgun, að
eitt skyldi yfir okkur alla ganga, og má mér nú það, sem yfir margan
hefur gengið. Missið aldrei sjónar á þolinmæði, von og trú. Þær séu yðar
ljós í þvi myrkri, sem nú áfellur vora fósturjörð." Síðan skrifar hann undir,
„hnigur yfirbugaður fram á borðið og grætur“. Árni Magnússon setur
tár nafna sins í samband við tregðu hans að skrifa undir. Annálar nefna
ekki tár. Fitjaannáll segir greinilegast frá fundinum, en annálsritarinn,
bróðursonur Árna lögmanns, kann ekki frá neinni nauðung að segja.
„Var þann dag heið með sólskini", segir Vallholtsannáll, „síðan haldin
veizla með prjáli miklu og fallbyssuskotum". Vatnsfjarðarannáll yngri
lætur sér nægja: „Svarnir arfhollustueiðar á Kópavogi af Islenzkum",
en telur jafnfréttnæmt, „að Ragnheiður dóttir Mag. Brynjólfs átti barn við
Daða“. Það er erfitt að koma saman sinnuleysi annálanna og tárum Árna,
nema hið síðara sé skýring á því fyrra. Þá grét gamall maður ekki eigin
harm, heldur landsins.
Leikrit síra Sigurðar hefur það fram yfir leikrit Kolka, að það er mjög
vel sýningarhæft, þegar góður leikstjóri hefur fellt úr og stytt, þar sem
höfundur eyðir áhrifum með ofhermi (overstatement) eða þyngir gang
leiksins með óþarfa sýningum og leiksviðsskiptum. Eitt dæmi um hið fyrra
er á bls. 193, þar sem Gunnsteinn er látinn segja, einn eftir í tjaldinu:
„Allt glatað! Allt glatað! Völd, metorð, fé, frami,— allt glatað!“ Ef áhorf-