Skírnir - 01.01.1955, Síða 184
180
Ritfregnir
Skírnir
endur yerða að hafa orð mannsins fyrir því, að svona sé komið, er leik-
atriðið gagnslaust, en það er það einmitt ekki, og er þvi hreinlega ofhermt
hjá höfundi. Þriðja sýning annars þáttar virðist alveg tilgangslaus, svo að
annað dæmi sé nefnt. Eins er lítill vandi að fella saman fyrstu og aðra
sýningu þriðja þáttar, og sparast a.m.k. ein stofumey við þá breytingu.
Leikrit skal reyna á leiksviði, en það má mikið vera, ef áhrif þessa leiks
verða ekki nokkuð á dreif. Hér eru nokkur góð hlutverk, einna hezt Hinriks
Bjálka hirðstjóra, sem setur „landsföðurlegan" lögmanninn alveg í skugg-
ann; konurnar þrjár, Þórunn, Sólveig og Heiðveig Soffía hafa tekizt vel,
þakklátt hlutverk er Eiríká Galta greifa, þó að fyrirmyndarinnar sé að
leita hjá „mínum herra“, etatsráði Laxness í íslandsklukkunni. Ungu
mennimir, Gunnsteinn og Egill, eru þunnir á vangann og þó einkum Egill,
sem er jafntilvistarlaus og Fiðlungur Davíðs i Gullna hliðinu og é
þó erfiðara verk að vinna, því að hann erfir landið að „kvislingnum“
föllnum. Greinilegt er, að þær persónur, sem standa fjærst landssögulegu
leikefni, vaxa í höndum höfundar, hinar minnka við það að taka þátt í
nýtízkulegu „kvislings“-drama.
Silfurtúngli(5, leikrit í fjórum þáttum, útgefandi Helgafell, það hefur
það fram yfir hin tvö, að það hefur þegar verið reynt á leiksviði, bæði
í Reykjavík og Moskvu, og þar með sannað, að það er leiksviðsverk, sem
nokkm er kostandi til að sjá. Annað mál er það, að gildi verksins er lítið.
Það er samið í social-realistískum dúr, tilraun um gervi-fólk í mátulega
afskræmdu umhverfi. Aðalpersónur eru eins og stærðfræðitákn í reiknings-
dæmi, sem á að ganga upp. Þær styðjast að vísu við aukapersónur, sem eiga
sér auðþekktar og algengar fyrirmyndir í horgaralegu lifi. Eins er það,
að viss einföld sannindi úr réttu þjóðfélagsumhverfi eru felld inn í reyfar-
ann. Tegundin er háskalega nærri skopleiknum, með viðfestum endi, sem
hafa má á tvo vegu.
Sem vonlegt var, fengu leikendur Þjóðleikhússins lítið út úr leikritinu,
þegar það var sýnt hér. Áhorfendur sátu á forundrunarbekk, bæði trúaðir
og vantrúaðir, því að upphefð Snoddas og Hollywood-sjó fellur ekki af
sjálfu sér inn í hugmyndaheim, sem nærzt hefur á nálægari ævintýrum.
Sagan um vögguvisuna seldu er svo fjarri öllum veruleika, að hún skaðar.
Biturt táknmál fær keim af fyrirlitningu. Háðið verður utan gátta, og
samúðarleysi höfundar með þessu veslings fólki birtist í stirðnuðu glotti.
Landssala í „Syndum annarra" eftir Einar H. Kvaran (Þingvallasala) og
í „Stólkunni frá Tungu“ eftir Indriða Einarsson (Fossasala) er áhrifa-
meiri i allri sinni einfeldni.
Pavel Markoff prófessor sagði í eyru íslenzkra tilheyrenda, að æfing
leiksins myndi taka sex mánuði í Moskvu, af því að verkið væri raun-
sætt. Einkunnin er ekki sérlega há fyrir þjóðina, en sem betur fer, er hún
röng. Umsögnin er aðeins eitt dæmið enn um hina social-realistisku
sjónskekkju.
Lesendur leikritsins fá talsvert meir út úr þvi en áhorfendur. Hér kemur