Skírnir - 01.01.1955, Qupperneq 185
Skímir
Ritfregnir
181
persónulegur stíll Laxness til sögunnar, en það er ekki öllum leikendum
lént að halda hljómsveiflum hans. Stundum er þessi stíll dálítið strákslegur,
og hér og þar kemur manni á óvart, svo að hláturinn gusast út úr manni.
Vel getur svo farið, að eftirþanki striki yfir hláturinn, því að annað bjó
undir. Við lestur sést líka yfir, að taltækni persóna er hin sama, hvort
heldur Laugi gamli talar, Mr. Peacock eða Feilan Ö. Feilan. Það er
þreytandi að hlusta á alla leikendur á sömu öldulengd og hvern eftir
annan þrugla: hvurnin, sumsé og sosum eða skjóta æ ofan í æ eignarfor-
nafni fram fyrir, þar sem engin ástæða er til áherzluauka. Þetta er ekki
talmál, heldur stílmál -—• Laxneska.
Þýðingar leikrita hafa komið út fjórar á árinu og hin fimmta prentuð
í timariti. Sjálfstæðu prentuðu leikritin eru gamalkunn, tvö, útgefin í
Leikritasafni Menningarsjóðs, Ævintýri á gönguför eftir Hostrup og
ÆSikollurinn eftir Holberg, en tveir irskir einþáttungar í Leikritasafni
Bandalags ísl. leikfélaga, sem h. f. Leiftur gefur út, 1 Forsœludal eftir John
M. Synge og Gesturinn eftir Lady Gregory. Tímarit Máls og menningar
birti Ætlar konan aS deyja?, einþáttung eftir Christopher Fry. Leikrita-
söfnin bæði hafa þá lofsverðu áætlun, að sjá leikfélögum landsins fyrir
handhægum viðfangsefnum; áhugamenn um leiklist mættu líka gjarnan
kaupa og lesa leikritin í þessum söfnum, svo að hið góða áform komi að
fullum notum með aukinni og fjölbreyttari útgáfu leikrita.
L. S.
Brynjólfur Bjarnason: Forn og ný vandamól. Heimskringla, Reykja-
vík MCMLIV.
Bók Brynjólfs Bjarnasonar, Forn og ný vandamál, er mjög athyglisvert
rit. Þeir eru ekki margir Islendingarnir, sem nota tómstundir sínar til
þess að hugsa um þau vandamál, sem bók þessi fjallar um, enda hafa
íslenzkir lesendur ekki átt kost á miklu úrvali heimspekirita. En jafnvel
í löndum, þar sem gnótt er hóka um þessi efni, hefur reyndin orðið sú,
að heimspekileg hugsun hefur orðið séreign fárra sérfræðinga innan há-
skólamúranna, en þeir rita oft svo sérhæft mál, að almenningur skilur þá
naumast. Það getur því talizt til tíðinda, að ó íslenzku skuli vera gefið
út gott heimspekirit eftir mann, sem ekki er atvinnuheimspekingur.
Málið á Fornum og nýjum vandamálum er sums staðar dálítið stirt,
en við því er að búast, þar eð íslenzk tunga getur varla talizt þroskað tæki
til flutnings heimspekilegra hugmynda. Lesandinn má ekki láta það fæla
sig frá bókinni, að allmikils er af honum krafizt, enda hefur höfundur
ekki fórnað hugsun á altari skrúðmælginnar, en það er mikill löstur
margra „stilista", að hugsa meira um flúr og líkingar en inntak hugsunar
þeirrar, er þeir vilja koma á framfæri.
Það dylst engum, að Brynjólfur Bjarnason er ekki svo frumlegur hugs-