Skírnir - 01.01.1955, Side 186
182
Ritfregnir
Skimir
uður, að skipa megi honum i flokk með Plato, Kant og Hume, en ég
þykist sjá, að hann ritar ætíð af sannfæringu og hefur bjargfasta trú
á mikilvægi og sannleiksgildi þess, er hann hefur til málanna að leggja.
1 formála segist höfundur telja sig hafa náð tilganginum með ritinu,
ef það, sem hann segir um heimspekileg vandamál, „gæti einhvern tímann
orðið einhverjum tilefni til að kryfja þau betur til mergjar". Ef þessi er
aðaltilgangur höfundar, má telja líklegt, að honum verði náð. Hitt gegnir
svo öðru máh, hvort menn eru liklegir til að sannfærast um égæti dialekt-
ískrar efnishyggju af röksemdafærslum Brynjólfs Bjarnasonar. Hann
beitir yfirleitt þeirri aðferð að gagnrýna skoðanir þeirra, sem eru í and-
stöðu við díalektíska efnishyggju og hyggst þannig sýna fram á, að díalekt-
ísk efnishyggja sé eina afstaðan, sem ekki sé sannanlega röng. Höfundur
Fornra og nýrra vandamála hefði þó vel mátt eyða meiri tíma til þess
að sýna fram á, að ekki séu fleiri möguleikar fyrir hendi en þeir, sem
hann tekur til meðferðar. Að öðrum kosti verður þessi tegund röksemda-
færslu veigalítil. Brynjólfi tekst bezt, er hann gagnrýnir, en einhvern veg-
inn finnast mér óljósar skýringar hans á því, hvað „díalektík" í raun og veru
sé, þótt margítrekað sé, að villur heimspekinga stafi mest af ódialektískri
meðferð á hugtökunum. Á bls. 60 segir höf.: „Ef vér tökum ekki gildar
frumspekilegar hugsmíðir, svo sem hin „hlutverulegu" dulrænuhugtök
hughyggjunnar eða efnishugtak hinnar vélrænu (mekanísku) efnishyggju,
sem hugsað er sem óumbreytanleg frumverund (substans), þá er aðeins
eftir skilið viðhorf hinnar díalektísku efnishyggju. Hlutveruleikinn er
efnisveruleiki í víðtækasta skilningi, þ. e. veruleiki, sem á sér tilvist einnig
þar, sem hann er ekki „vitaður" af neinum.“ Röksemdafærslan hér virðist
mér dálítið villandi vegna þess, að gefið er í skyn, að þeir einir, sem aðhyll-
ast díalektíska efnishyggju, viðurkenni tilveru efnisveruleikans, þegar við
skynjum hann ekki og allir aðrir afneiti því þannig, að veröldin hafi átt sér
tilvist, áður en skynverur fæddust hér á jörðu. Það er að visu rétt, að hug-
hyggjumenn tala oft þannig, að þessi skilningur á orðum þeirra virðist
óumflýanlegur og gagnrýni höf. á hughyggjunni er með því bezta í bókinni,
en ég tel alrangt að eigna„empíristum“ nútímans slíkar skoðanir. Það er
að vísu rétt, að telja má, að Camap og fleiri „formalistar", Russel á vissu
skeiði þroskaferils sins og ýmsir þeir, er nefna sig „phenomenalista", séu
i raun og veru dulbúnir hughyggjumenn. Hinir eru þó miklu fleiri, sem
telja tilveru efnisveruleikans óvéfengjanlega og fást yfirleitt ekki við að
reyna að sanna eða afsanna hana. Það, sem vekur áhuga þeirra, er rannsókn
á því, hverjum skilyrðum þarf að vera fullnægt, til þess að við getum
með rétti sagt, að A, B, C eða D sé þáttur í eða hluti af hlutveruleikanum.
Ýmislegt það, sem höf. segir um þetta efni, likist mjög skoðunum þessara
manna, t. d. það, sem sagt er um muninn á draumi og skynreynslu, sem
veitir oss þekkingu á þeim heimi, sem við lifum í. Hér virðist mér höf.
ekki hafa nægilega réttlætt þá skoðun, að díalektísk efnishyggja geti ein
gert viðeigandi grein fyrir trú vorri á það, að hlutveruleikinn eigi sér