Skírnir - 01.01.1955, Side 189
Skímir
Ritfregnir
185
og tjáninga þeirra í mæltu máli er svo náið, að hvorugt má án hins vera,
og mynda því hugsun og mælt mál eina heild, eins og próf. Révész heldur
fram, er samið hefur fyrstu og lengstu ritgerðina í bók þessari. Meðal
annarra höfunda ber að nefna J. Piaget í París (tungumál og hugsun frá
sjónarmiði þróunarinnar) og E. Buyssens í Briissel (tungumál og hugsun
frá málfræði-sjónarmiði), en allar eru ritgerðir þessar gagnmerkar.
A. J.
Alexander Jóhanensson: Some Remarks on the Origin of the N-sound.
Fylgirit Árbókar Háskóla Islands 1953—1954.
Maðurinn er merkilegasta rannsóknarefrd mannsins, og eitt hið merk-
asta viðfangsefni mannsandans á þeim sviðum er einmitt upphaf og eðli
þess, sem er aðall manns fram yfir dýr merkurinnar, þar sem er málið,
hæfileikinn til þess að tjá hugsanir sínar í hefðbundnum hljóðaröðum,
sem við köllum orð og setningar. Enda sjást þess merki meðal fornra
menningarþjóða, að menn hafa snemma tekið að brjóta heilann um mann-
legt mál og eðli þess eða uppruna. Alþekkt er t. d. sagan um Babelturninn
í II. kafla fyrstu Mósebókar, þar sem segir, að guð refsaði mönnum fyrir
mikilmennsku þeirra og of mikið sjálfsálit með því að skipta þeim í þjóðir
og setja hverri þjóð sitt sérstaka mál, sem aðrir skildu ekki. Heródotos
segir frá egypzkum faraó, sem lét í tilraunaskyni ala upp börn án tengsla
við mannlegt mál og hugðist þann veg finna, hvaða mál væri elzt. Sumir
spekingar fornaldarinnar, eins og Plató, gátu sér þess til, að guðirnir hefðu
gefið hlutum nöfn, en aðrir (Sókrates) neituðu því. Snemma kom fram sú
tilgáta, að mál mannsins ætti uppruna sinn að rekja til eftirhermu tal-
færanna með einhverjum hætti, og sjást þess merki t. d. í riti Herders
hins þýzka (Abhandlung iiber den Ursprung der Sprache, 1772). Og
enginn málfræðingur neitar því, að sumt að minnsta kosti í máli manna
eigi uppruna sinn í einhverjum eftirhermum eftir ýmiss konar fyrirbærum
í ríki náttúrunnar. En menn leggja misríka áherzlu á þennan hátt i
tilurðarsögu tungumála. Getur þó víst hver haft sína trú í þessu efni, því
að sennilega verður þess langt að bíða, að nokkra tilgátu eða kenningu
um uppruna tungumála verði hægt að sanna eða afsanna, svo að allir
telji óhrekjanlegt.
Einn athafnamesti málvísindamaðurinn, sem fæst við þessa heillandi
myrkviðu, er Alexander Jóhannesson, og hefur frá honum komið hvert
ritið eftir annað, þar sem hann leitast við að sanna réttmæti kenninga
sinna, en það er alkimna, að hann skýrir uppruna flestra orðróta þannig,
að þær séu til komnar sem einhvers eftirhermur eftir fyrirbærum nátt-
úrunnar. Nýjast rit hans þess efnis er Some Remarks on the Origin of
the N-Sound, fylgirit Árbókar Háskólans 1953—4, 68 bls. að stærð. I þessari
bók tekur höf. til meðferðar uppruna n-hljóðsins í sex ættum mála, sem
venjulega eru taldar óskyldar innbyrðis, indóevrópsku, hebresku, tyrkn-