Skírnir - 01.01.1955, Síða 190
186
Ritfregnir
Skírnir
esku, polynesísku, grænlenzku og kínversku. Til þessa hefur hann notið
aðstoðar ýmissa sérfróðra manna úti um lönd.
f formálanum telur hann fullsannað, að meginhluti allra orða í þeim
málum, sem hann hafi rannsakað i þessu skyni (minnist á rannsóknir
sínar á kinverskum og indóevr. orðrótum, en mál af þeim ættum tala
þrír fjórðu mannkynsins hið minnsta), hafi til orðið — eða frumrætur
þeirra með hlutstæðum merkingum — við ósjálfráðar eftirhermur tal-
færanna eftir lögun hluta eða hreyfingum í ríki náttúrunnar.
1 upphafi meginmáls minnist höf. þess, að fáir málfræðingar hafi
unnið að samanburðarrannsóknum á ættum hinna óskyldu mála, þó að
tekizt hafi á hinn bóginn að endurgera 2200 indóevrópskar orðrætur.
Síðan rekur hann í stuttu máli niðurstöður bóka sinna, sem áður hafa
birzt um þetta efni (Um frumtungu Indógermana og frumheimkynni
1943, Origin of Language 1949, Gestural Origin of Language 1952). Hann
skiptir þróun maimsins í fjögur megintímabil eftir því, hvers konar „orð‘‘
eða vísar til orða (orðarætur) mynduðust helzt: 1) þegar mest bar á
geðbrigðahljóðum eða hljóðin fóru að gefa til kynna frumþarfir mannsins,
2) eftirhermur hljóða í náttúrunni (fuglasöngur, fallhljóð, vindþytur o. s.
frv.), 3) látbragðshljóð, sem urðu til við það, að talfærin líktu eftir lögun
ýmissa hluta, eða hreyfingum, — og 4) orð með óhlutstæðri merkingu,
dregin af hlutstæðu merkingunni. Meginhluta orðaforðans telur hann
myndaðan á 3. og 4. tímabili. Geðbrigðahljóðin eru um 5% ievr. róta,
eftirhermur náttúruhljóða 10%.
Um n-hljóðið byrjar höf. með því að minnast á, að fyrir fram mætti ætla,
að eðli þess benti til einhvers, sem væri samfellt, óslitið, framhaldandi.
Þar telur hann nokkur dæmi um myndun orðróta á 1. tímabili, þar sem
frummerking sumra rótanna er „að anda“, „hræðsluhljóð" (t. d. ísl. öng
= þrengsli, <*an-gh-as). Frá 2. tímabili telur hann orð eins og svanur
(<*suen-, frummerking „að gefa hljóð frá sér“), norn (<*(s)ner-, (s)nur-,
frumm. „urra, snörla“). -— Frá þriðja timabili telur hann rætur, er merkja
annars vegar „að berja, þrýsta, knosa, mola“ og hins vegar „boginn, þrút-
inn“. Helztu atriði þessa kafla eru þau, að hreyfing talfæranna annað-
hvort frá sérhljóðsstöðu yfir í n-stöðu eða í hljóðasambandinu samhljóð
+ sérhljóð -j- n sé eftirlíking á lögun hluta í náttúrunni og byggist
einkum á eðli n-hljóðsins, hvort sem það myndast framarlega eða aftarlega
í munninum. Á þennan hátt skýrir höf. 79 ievr. orðrætur (6 sem kenndar-
hljóð, 14 náttúruhljóð, 14 sem eftirlíkingar á þrýsting, pressu o. þ. h., 37
eftirlíkingar á hvelfdri lögun hluta, og 8 eftirlíkingar á hreyfingunni „að
þenja, teygja"). Rætur, sem enda á n, eru taldar 286 í orðrótabókum, um
13% alls ievr. rótaforðans, en þær eru í bókum taldar 2200. (Samlagn-
ingin á 20. bls. er skökk, þar á að standa 286, en ekki 283, ef sn-ræturnar
eru þá ekki 16, en ekki 19 eins og á listanum stendur. Það breytir þó ekki
heildinni.) Af þeim hefjast 47 á n, og 19 (á 19. bls. segir 16) eru svo
nefndar sn-rætur, samtals 66, (eða 63?) og 43 með óhlutstæðri merkingu.