Skírnir - 01.01.1955, Síða 191
Skímir
Ritfregnir
187
Þessar 109 rætur tekur höf. ekki til meðferðar með hinum, en á 14. bls.
segir hann, að upphafshljóð rótarinnar skipti minna máli en lokahljóðið.
Þá eru eftir 177 rætur, og af þeim skýrir hann á þennan hátt 79, svo
sem fyrr segir.
Síðan snýr höf. sér að því, hversu þessar niðurstöður komi heim við
hebreska tungu og skýrir þar 44 rætur á sama hátt (kenndarhljóð 15,
náttúruhljóð 9 og látæðishljóð 20). f tyrknesku finnur hann 10 kenndar-
hljóð, 41 náttúruhljóð og 70 orð með látæðishljóðum, sem falla undir
þessar skýringar. f polynesísku og fornkinversku verður niðurstaðan svip-
uð, en í bókinni eru langir listar orðróta úr þessum málum.
Þar næst snýr höfundur sér að heildarsamanburði á niðurstöðum af
rannsóknum sínum á þessum sex óskyldu málum og telur fram 6 ievr.
orðrætur, sem upphaflega merkja kenndir e. þ. h., 15 hebreskar, 10 tyrkn-
eskar, 20 polynesiskar, 13 grænlenzkar og 8 kínverskar, sem hann telur
furðulíkar og allar merkja að anda, blása, stynja o. s. frv., en flestar þeirra
enda á n með undanfarandi sérhljóði. Síðan tekur hann sams konar sam-
anburð á orðrótum, er merkja náttúruhljóð, 14 ievr., 9 hebr., 41 tyrkn.,
16 polyn., 5 grænl. og 12 kínv. Stundum getur þó orkað tvímælis, hvaða
rætur telja beri til kenndarhljóða og hverjar til náttúruhljóða. En í þessrun
flokki bendir hann á likinguna milli t. d. tyrkn. ana „móðir“ og grænl.
an-ana „móðir“, ievr. rótarinnar ’nana, nena „skvaldurhljóð" og tyrkn.
nin-ni „vögguvísa“ eða nini „móðir“, og svo framvegis. Hins vegar verð-
ur eftirtekjan mun rýrari, þegar höf. kemur að 3. timabilinu, látæðis-
hljóðunum, er merkja „að berja, þrýsta" o. þ. h. Þar hefur hann engar
samsvaranir fundið í kínversku og fáar í hinum mélaættunum utan indó-
evrópskra mála. Allt önnur verður niðurstaðan við athuganir á rótum,
er merkja „boginn, hvelfdur, bólginn", þar fær hann fram 37 ievr. rætur,
15 hebreskar, 69 tyrknesk orð, 41 polyn., 21 grænl. og 37 kínv. Þar ber
langmest á rótum, sem eru samansettar af gómhljóði + sérhljóði -j- n
-f- samhljóði, og höf. skýtur því fram, að ievr. rætur eins og *ank- „að
beygja“ hefðu einhvern tíma getað haft gómhljóð á undan sérhljóðinu,
þó að það sé nú með öllu horfið, en einmitt þetta hljóðasamband telur
höf. einna upprunalegast og bendir til sömu niðurstaðna af rannsóknum
sínum á orðrótum eins og *kap-, *gel-, eða *ger-.
Að bókarlokum eru dregnar saman niðurstöðurnar í örstutt yfirlit.
Einnig er þar smágrein eftir Sir Richard Paget og bréf frá Tyrkjanum
Cemal Enisoglu, en hann hefur safnað orðum úr móðurmáli sínu og
lagt það til rannsókna próf. Alexanders.
Árni BöSvarsson.
Þóroddur Guðmundsson frá Sandi: Sefafjöll, frumort og þýdd ljóð.
Hafnarfirði 1954.
Þóroddur Guðmundsson frá Sandi hefur þegar tekið sæti með góð-
skáldum þjóðarinnar, sem honum ber að ætt og upplagi. Með ljóðabók-