Skírnir - 01.01.1955, Page 193
Skírnir
Ritfregnir
189
lögfræðingur og bókaútgefandi ráðizt í að gefa út framangreint minningar-
rit. Fyrri hluti þess er ævisaga Jóns Sigmundssonar gullsmiðs, f. 1. júli
1875, d. 4. ágúst 1942, traust og góð heimild um þátt í listiðnaðarsögu
vorri á fyrri hluta þessarar aldar. Síðari bókarþáttur er ritgerð Björns
Th. Björnssonar, sem ritið ber nafn af. Þetta er gagnmerk grein, prýdd
ágætum myndum, að bókarauka. Er það bæði fagurt og loflegt að heiðra
miimingu ágæts hagleikamanns með svo prýðilegum minnisvarða sem
ritgerð Björns er. Á einum stað segir Björn: „Islenzk silfursmíði síðari
alda hefði heldur ekki risið eins sjálfstætt og raun ber vitni, ef undirstaðan
hefði ekki verið traust og skynbragð almennings strangur dómari". Meðal
silfursmiða fyrri alda nefnir hann Þorstein skrínsmið í Skálholti og
Eyjólf smið á Hólum. Þessir menn og aðrir mótuðu hinn trausta
smekk, og almenningur dáði gripi þeirra í höfuðkirkjum landsins í kaþólskri
tíð. Það er vafalaust rétt, að listfengi þjóðarinnar setti ofan við kirkju-
spjöll lúterskra — og enn er haldið áfram á þeim vegi, ef dæma má eftir
þeim emdemis altaristöflum, sem víða hanga í kirkjum landsins, nýjar
og gamlar smekkleysur, trjónað fram í unga sem gamla sem listaverk.
Sigurður Guðmundsson málari gafst upp á altaristöflu-smekknum, en
hann bjargaði íslenzka kvensilfrinu. Þó að það eigi varla heima í þessu
sambandi, vil ég leyfa mér að skora á Björn listfræðing eða einhvern
annan góðan mann að taka altaristöflunum tak. Þær eru oft fyrstu
kynni ungra manna af list, svo að þetta er ekkert hégómamál. Ef ekki
vill betur til, þarf að setja altaristöflu-nefnd. Hún fær ekki minna verk
að vinna en sálmabókar-nefnd. Skynbragð almennings þarf aftur að
verða strangur dómari um listir. L. S.
Ljóð ungra skálda 1944—54 eftir 20 höfunda. Helgafell, Reykjavík
1954. Magnús Ásgeirsson valdi ljóðin og annaðist útgáfuna.
Nýstárlegt er, að bók sem þessi só út gefin hér á landi, enda girnileg
til fróðleiks og gefur tilefnis ýmiss konar hugleiðinga þeim, sem láta sig
varða framtíð og þróun Ijóðlistar. Birting ljóða í bókinni hefur verið tak-
mörkuð við fjörutíu ára hámarksaldur höfundanna. Mætti líta svo á,
að ljóðin væru úrval bundins máls eftir skáld á þessum aldri. Eigi mun
þó síður rétt að skoða þetta sýnisbók, er hafi að geyma fjölbreytileg form
og viðhorf, jafnframt því sem hún gefur allgóða hugmynd um listræn
vinnubrögð yngri kynslóðarinnar í þeirri grein skáldskapar, sem um er
að ræða innan greindra tíma- og aldurstakmarka.
Þrettán af skáldunum hafa gefið út ljóðabækur og öll birt eitthvað
eftir sig áður í blöðum og tímaritum. Eru flest eða öll skáldanna eitthvað
þekkt, en sum þjóðkunn. Að sjálfsögðu verða skiptar skoðanir um valið
meðal þeirra, sem handgengnir eru ljóðum. Ot í þá sálma verður þó
ekki farið, enda varð útgefandinn, sem sé, að hafa hliðsjón af fleiru en
listrænu gildi einu saman.