Skírnir - 01.01.1955, Side 194
190
Ritfregnir
Skimir
Lítum fyrst á smiðið, þ. e. a. s. form og orðaval, síðan á efnið sérstak-
lega, })ó að þetta tvennt verði aldrei aðskilið með öllu, fremur en t. d.
litir og línur á málverki. En augljóst virðist, að meiri hluti höfunda
þessara Ijóða leggur meiri stund á húning en innihald, eins og þróun
siðustu áratuga hefur stefnt að. Jafnframt sækir yngri skáldakynslóðin
æ meira frá föstu formi, en eigi þarf að vera um vægari kröfur til
búnings að ræða fyrir því. Órímuð og jafnvel óstuðluð „ljóð“ geta verið
gædd eins mikilli áferðarfegurð og þau, sem eru dýrt kveðin. Má vissu-
lega finna þeim orðum stað í þessari hók, þó að hins séu, því miður,
fleiri dæmi, að tilraunir skáldanna og leit að nýjum formum eða form-
leysum megi einkenna með fyrirsögn eins Ijóðsins: „Auðnulaust fálm“.
Þetta skyldi engan undra, og ber margt til. Uppgötvanir hvers konar,
leit nýrra leiða og landa hlýtur jafnan að kosta ýmis handtök unnin
fyrir gýg, misstigin spor og hafvillur. En þeir, sem í þeim lenda, geta
síðar meir náð markinu og heilir að strönd — eða þá greitt öðrum leit
til einhverrar Róbinsonseyjar. 1 öðru lagi ferst miðaldra kynslóðinni
og þeirri eldri sízt að liggja hinni yngri á hálsi, þó að hún hafi orðið
reikul í ráði í gerningaveðri því, sem geisaði víða um heim á viðkvæm-
asta aldri hennar, og af þeirri bliku, er síðan hefir lengst af verið á lofti.
Svo nefnd „atómljóð" og margt fleira eru andsvör hennar við öllum
þeim ógnum.
Undanfarandi hugleiðingar ber eigi að skoða sem aðfinnslur, heldur
athugasemdir, sem vöknuðu við lestur þessara ljóða, og er sú bók eigi
dauð, sem leiðir til þenkinga um vandamál. Hitt urðu mér nokkur von-
brigði, hve fáum þessara ungu skálda virðist reglulega heitt um hjartað.
Það er þó aðalsmerki æskunnar. Svo þótti oss að minnsta kosti í uppvexti
vorum. En endalok fyrri helmings 20. aldar og upphaf síðari hluta sama
tímabils er víst skeið kaldra karla, og auðvitað mega konurnar ekki vera
of viðkvæmar heldur. Og því má ekki gleyma, að þær eiga á þessu þingi
þrjá fulltrúa, sem virðast eigi standa körlunum að baki, miðað við aldur
og aðrar ástæður. T. d. er langyngsta skáldið, sem á kvæði i bókinni,
kona: Þóra Elfa Rjörnsson, aðeins 13 ára að aldri. Og eigi virðist meira
skap í öðru þessara ungu skálda en Jakobínu Sigurðardóttur. Sjá m. a.
kvæði hennar Fimm börn í þessari bók og baráttuljóð, sem birzt hafa
eftir hana í blöðum og timaritum. Annars getur sú vöntun, sem ég drap
á, stafað af því, að hinum ungu skáldum vorum þykir eigi hlýða að
flíka tilfinningrun sínum, og mun það vera eitt af táknum tímanna.
Fróðlegt er að athuga uppruna skáldanna. Athyglisvert finnst mér,
að flest þeirra, sem mest hafa til brunns að bera af hagleik, afli og hjarta-
hlýju, eru borin og barnfædd á norðurhluta landsins. Undantekningar frá
þessu gera eigi annað en staðfesa regluna. Þetta er því undarlegra sem
mikill meiri hluti þjóðarinnar að höfðatölu hefur á síðari áratugum
fæðzt og alizt upp á syðri og hlýrri helmingi hólmans. Með þessu er
ekki sagt, að öll björtustu ljós komi úr norðri. En svo virðist sem lífskjörin