Skírnir - 01.01.1955, Page 195
Skímir
Ritfregnir
191
og náttúran i harðbýlli héruðum landsins veiti hæfileika og löngun til
ljóðagerðar meiri og betri þroskaskilyrði en mildari hendur móður nátt-
úru á suðlægari breiddargráðum vorrar ástkæru eyjar. Má vera, að hinn
langi, dimmi og oft snjóþungi vetur í Norðurbyggðum annars vegar,
en vorþeyrinn með leysingu, heiðailmi, auðnarkyrrð og fleiri töfrum á
hinn bóginn valdi þessu. Svo segir Þorsteinn Valdimarsson úr Vopna-
firði m. a. í ljóðinu Vor:
Já, hjartaþreyða tíð, —
því svartar sem neyðin grúfði,
því bjartara’ og heiðara skin
lét stjama þín tendrað um jól;
og huggandi letraðir þú
með skuggaburknum og rósum
á gluggans hélutjald
þín fagnaðarljóð.
Svo segir Kristján frá Djúpalæk á Langanesströnd í ljóðinu VoriS kom:
Vorið kom með vegu bjarta,
vakti mínu dapra hjarta
von, sem húm og hríðarbyljir
höfðu lagt í barm.
Köld mín hyggja varð með vetri.
Vorið gerði úr mér betri
mann.
Mjög gætir uggs og ótta í þessu ljóðasafni — ótta við hatur og eyðingu
af völdum vopna í óvina- og óvitahöndum. Varla nokkurt skáldanna virð-
ist ólostið af þeim hrömmum. Þannig er vísa Jóns úr Vör, VopnaSur friSur:
Gömul fallbyssa
í grónu virki
horfir til himins
hljóðu auga, —
og fugl hefur gert
sitt fyrstu hreiður
í víðu hlaupinu.
Sum skáldin virðast hafa gert heitstrengingu þess efnis að ráðast gegn
fulltrúum valds, haturs og tortimingar með þeim einu vopnum, sem
auðið er, að sigri þá fjendur: mildi og likn; sjá t. d. BaráttuljóS eftir
Elías Mar og Draum heimsins eftir Jón Óskar. Um of sýnast þó skáldin,
mörg þeirra a. m. k., gripin vonleysi og einmanakennd innan um þús-
undirnar á strætum og torgum. En hver láir þeim það? Djúpið milli
hjartna mannanna hefur ekki verið brúað með hraðskreiðum farartækjum