Skírnir - 01.01.1955, Page 196
192 Ritfregnir Skírnir
og samgöngubótum í lofti, á legi og láði, sáttfýsin ekki aukizt að sama
skapi og hernaðartæknin.
Svo gagntekin eru flest þessi ungu skáld af stormum sinnar tíðar, að
fá þeirra leita sér fanga í skaut liðna tímans. Svo hvesstar eru sjóni r
þeirra fram á veginn og að veðurmerkjum dagsins og næstu nætur, að
þau gefa sér eigi mikið tóm til að líta um öxl. Þess vegna hafa þau
varla svo fasta jörð undir fótum sem ella væri. Að sjálfsögðu eiga þó
minningar sín ítök í brjóstum þeirra — minningar æskustöðva og yndis.
Sem dæmi má nefna ljóð Jóns úr Vör um þorpið, AwHn eftir Þorstein
Valdimarsson, Hrynur lauf eftir Gunnar Dal, Gama.lt vorstef eftir Kristin
Pétursson. Þó er mér enn þá minnisstæðara annað kvæði Kristins af
þessu tagi, Vtþrá, sem ekki er tekið í þessa bók. En kvæði sögulegs eða
þjóðsögulegs efnis í venjulegum skilningi hef ég ekki fundið í bókinni
eftir aðra höfunda en Hannes Pétursson, næstyngsta skáldið á þessu
þingi. Hann sameinar furðuvel anda þjóðtrúar og sagna, lifsreynslu
sína og viðhorf nútímamanns til sögu og samtíðar, ef dæma skal eftir
þeim orðfáu kvæðum hans, sem hirt eru í þessari sýnisbók. Samkvæmt
þeim á liðni tíminn sterkari ítök í Hannesi en títt er um svo unga menn.
Þangað sækir skáldið safa. En hann saknar þess öryggis, er aukin þekking
hefur svipt mennina. Stytzta kvæði Hannesar í bókinni er á þessa leið:
Kóperníkus.
Á kvöldin undir kveiktu tungli og stjörnum
koma þeir heim af ökrunum; lágan óm
ber vindur frá klukku, er álútu höfði og hljóðir
halda þeir stiginn hjá veðruðum róðukrossi
með feðranna gömlu gnúðu amboð á herðum
en glaðir að allt skuli bundið svo föstum skorðum:
sjá, þarna tungl og vindar, hér vegur og blóm.
Þeir vita ekki að hann sem heilsar þeim oft á daginn
hjó þessa jörð af feyskinni rót og henti
sem litlum steini langt út í myrkur og tóm.
Sömu eða svipaðrar hugsunar gætir hjá fleiri skáldum, þó að eigi verði
upp talin. Bein ættjarðarljóð eru ekki önnur í bókinni en Mitt land, fallegt
kvæði, eftir Ólaf Hauk Ólafsson. En undirtóna föðurlandskærleika má
þar víða heyra, ef hlustir eru við lagðar. Tvö kvæðin heita FritSur, annað
eftir Jón Óskar, en hitt eftir Þorstein Valdimarsson. Fyrsta erindið í
kvæði Þorsteins er á þessa leið:
Friður er martröð hlekkja og blindu:
ljósvængir allt um kring;
hrópið í svefnrofum milljónanna,
kjör þeirra og heitstrenging;