Skírnir - 01.01.1955, Síða 198
194
Ritfregnir
Skímir
betta greinilegast, ef skálchmum er skipt í flokka eftir aldri og athugað,
hver þeirra hafna rimi. Af ellefu skáldum, sem fædd eru á tímabilinu
1914—’23, að báðum érum meðtöldum, birta aðeins þrjú óbundin ljóð
eingöngu. En af niu skáldum, sem fædd eru 1924 og síðar, birta sjö skáld
óbundin ljóð eingöngu. Að vísu geta ung skáld, sem byrja með rímleysu,
farið að rima, þcgar árin færast yfir. Að undanförnu hefur þó þróunin
verið i gagnstæða átt. Elztu skáldin á þessu þingi, sem mér eru kunnugust
af verkum sinum: Kristinn Pétursson, Kristján frá Djúpalæk, Jón úr
Vör og Þorsteinn Valdimarsson, birtu eingöngu rímuð lióð í fyrstu bókum
sinum. En nú kveða beir allir bæði laust og bundið og bregða á ýmsan hátt
út af gamalli ljóðvenju. Vitanlega ná þesar umbreytingar eigi síður til
efnis en forms, eins og þegar hefur verið vikið að, en er ekki rúm til
að rita um nánar.
Ef til vill setur nú óhug að sumum unnendum ríms og stuðla við bess-
ar fréttir. Sá, er þetta ritar og telur sig í beirra hópi, sér þó enga ástæðu
til svartsýni. Tðkendur hefðbundins forms kunna raunar að fá skæða
keppinauta í þessari ungu sveit, ef hreyfing sú, sem hún hefur vakið, nær
almenningsbylli. En af henni ætti engin ógn að stafa, heldur hið gagn-
stæða. Mætti hún ekki fremur verða til örvunar og endumýjunar þeim
inum hægra fylkingararmi, sem stefnir að sama marki — á tind fjallsins
helga, er Forn-Grikkir nefndu Parnassos?
Þóroddur GuZmundsson.
Sigurd Madshind: Skaar. Kobenhavn, Steen Hasselbalchs Forlag 1950,
61 bls. Sami: Foran en Dor. Digtsamling. Kobenhavn, 1953, Nyt Nordisk
Forlag, 60 bls.
Eigi allfáir íslendingar hafa rutt sér til rúms og hlotið virðingarsess
á Bragabekk í Danmörku, bað sem af er þessari öld, og eru nöfn ýmissa
þeirra kunnari en frá þurfi að segja. Hér er ungt skáld í uppsiglingu að
Danagrund, íslenzkt í aðra ætt, og kynni sú sigling að vekja nokkra for-
vitni og eftirvæntingu.
Skaar skiptist í þrjá kafla: Bag Ansigtet, By og Mennesker og To be;
Foran en Dor skiptist i þrjá kafla, nafnlausa. Kvæðin era ýmist rimuð
eða án endarims. Höfundurinn er raunsær, bersögull og óhlifinn, virðist
vera blóðheitur, ósjaldan heimspekilega þenlqandi og hafa orðið fyrir
vonbrigðum af guði og mönnum. Ástin veitir að vísu algleymi, og vináttan
lofar fögru. En unnustan er oft flagð undir fögru skinni, og vinurinn hefur
skambyssu í vasanum. Nútímaborgari er oft syndugur maður, er svíkur
saklaust blóð eins og Júdas, hatar þó sjálfselsku og mannvonzku, trúir og
vill vel sem Páll eða Pétur, en er vanmáttugur, reikull í ráði og gleymir
guði sínum. (Sjá En moderne Synder í Skaar).
Vil ég nú taka hvort kverið um sig til nánari athugunar, fyrst hið
eldra, síðan nýrra ljóðasafnið.