Skírnir - 01.01.1955, Side 199
Skímir
Ritfregnir
195
Sú myrka lífsskoðun, er mjög einkennir Skaar, kemur þegar fram í
fyrsta kvæði bókarinnar, En Job, enn fremur t. d. í Tab, Dommedag,
Menneskemaal, Hvem finder — öll glíma við gátur tilverunnar. Fáorðast
er Menneskemaal, það er svona:
Vokse ud til Livets Grænse ■—
Le i Rummets store 0je
Lyset fra sin egen Sjæl.
Sidde tæt ved Grænsekanten,
se i Dodens Næsehul
Evighedens Labyrinter.
Fylde helt sin egen Form —
brænde op i Livets Flamme —
gode med sin Askes Stov.
Kvæðin Skaar og Elskovens Leg eru þrungin sársauka og kvöl. Potifars
Hustru fra Hedehusene er smásaga í órímuðu ljóði um hina ótrúu konu,
sem eigi gerir mann sinn einhlítan, sagan af konu Pótífars og Jósef í
nútimastíl, skýrt og skarplega dregin, Ijóshfandi. 1 Erfaring er lýst ending-
arleysi vináttunnar, þegar peningar eru annars vegar. En bölsýni skálds-
ins leiðir hvergi til örvæntingar. Bjargráðið er að snúa baki við öllu, sem
minnir á dauðann, fara að dæmi villifuglanna, er lyfta sér af öldum vatns-
ins, svifa hærra og hærra yfir trjákrónurnar, langt frá jörðinni. Svona
byrjar og endar skáldið kvæðið Som vilde Fugle:
Kom med mig Venner.
Lad os flyve ind i Lyset,
i Lyset.
Svipaðs efnis er kvæðið To be, sem fjallar um starrann, er „sad paa en
Flagstangs gyldne Dup og tænkte paa ingenting, vidste ingenting og sang.“
Hann var sjélfum sér samkvæmur „og kunde . . . tabe lykken paa hvem-
somhelst." Um eymd og smæð lífsins fjallar Et Sted. Skáldinu verður
tíðrætt um þann vesala leik: Blóðug er barátta þess, éstin slikt hið sama,
minning og von — allt blóði drifið. En hvaðeina endurnýjast. Þó að snjór-
inn þiðni, er hann ævarandi. Haglélið þverr, en kemur aftur, lífið hlýtur
að vera sömu lögum háð.
Fegursta kvæðið í bókinni þykir mér Til et Barnekranie. Skáldið byrjar
á að lýsa fornri, gulnaðri höfuðkúpu úr bami í einstökum atriðum,
brotnu hvirfilbeini, holum augnatóttum með ryki og beinflísum; i kjálk-
unum eru vísar að tönnum eins og brumknappar á greinarstúf, sem
höggvið hefur verið af á vori. Síðan spyr skáldið: