Skírnir - 01.01.1955, Page 200
196
Ritfregnir
Skimir
Din Hjerneskal er tom som edeStuer.
Hvor bygger nogen Haand saa ædle Buer?
Hvor er du, Bam, der skænked andre Lykke
og lo av Liv og var en Kvindes Smykke?
Og Sjælen, hvor er dette dyre Eje,
gaar den helt ensom nu ad dunkle Veje?
Var den saa knyttet til din blode Marv,
at den fik ingen Evighed i Arv?
Er kun det gule Ben af dig til bage,
der var et Barneliv i fjeme Dage?
Kvæðið endar á þessum heillandi Ijóðlínum:
Jeg stryger med min Haand din glatte Pande.
Maaske vi ses ved Evighedens Strande.
Nýrra Ijóðasafnið, Foran en Dar, er fáþættara að efni. Svartsýni og
þunglyndis gætir þar minna, viðkvæmnin eigi svo augljós sem í eldri
bókinni. Er sem skáldið hafi fengið nokkurt sigg, síðan hann orti sín
fyrstu kvæði, en slær fastar á strengina oft og einatt, virðist þekkja sjálfan
sig betur en áður. Og lesandinn fær dýpri kynni af skáldinu, þrátt fyrir
siggið. 1 nokkrum kvæðum er tvíhyggjunni mæta vel lýst, andstæðunum,
sem togast á í sál mannsins, djúpinu, sem staðfest er milli fegurðar og
ljótleika, veglyndis og vonzku, yndis og einfeldni, trúar og efa — en þó
nálægð þessa alls hvað við annað. Hann lýsir þjáningum þorstans, sem
aldrei verður svalað — þorsta í nautnir, sannleik og samúð; leit að innri
friði, sem hvergi er að finna. 1 grósku eirðarleysis og efa er einmitt ham-
ingja skáldsins fólgin. Sjá t. d. kvæðin Daaben, Dobbelt, Tarst og Om
Fred.
Ég sagði, að Madslund væri raunsær og bersögull. Sjást þess enn gleggri
merki í síðari bókinni en þeirri fyrri. Hann lýsir konunni í allri nekt
hennar, eins og málari eða höggmyndasmiður sýnir listaverkið af fullri
einurð, (Den unge Kvinde). Öfegurri myndir eru En Heks og Aften
i Sidegaden. En þær eru dregnar skýrum dráttum, e. t. v. nokkuð ýktar,
a. m. k. En Heks. Þar segir frá blóðsugu í kvenmannsmynd, réttnefndri
flagðkonu, eftirminnilega, því að lýsingin er ærið krassandi. Aften i Side-
gaden virðist vera raunsönn lýsing á skuggahliðum lífsins, er skáldið
þekkir vel og bregður víða upp á ógleymanlegan hátt, sem tjald sé dregið
frá leiksviði. Þó að slíkar þjóðlífsmyndir séu ósjaldan syrgilegar, á skáld-
ið eflaust enga sök á því. Hver láir skáldinu, sem hefur verið sjónarvottur
að þeim misfellum, þó að honum verði á að segja í lok eins kvæðisins: