Skírnir - 01.01.1955, Qupperneq 202
198
Ritfregnir
Skímir
vísi hans sé eigi óskeikul og einhverju kunni að vera áfátt um fágun,
er hann bæði hugkvæmur og markviss, þegar honum tekst upp. Fjarri
fer þvi, að öll kvæðin í þessum tveim bókum séu jafngóð, en hvert þeirra
hefur til síns ágætis nokkuð. Skáldið er leitandi sál í myrkviði stræta
og torga, einförull á mörkum úti, hefur jafnt opin augu og eyru fyrir
eymd mannlífsins sem töfrum sumars og söngva — hann er gæddur þeim
næmleika, sem hverjum listamanni er nauðsynlegur, svo að hann geti
komið til fólks jafnt í sælu þess og í sorgum.
Þóroddur Guðmundsson.
Bragi Sigurjónsson: Undir Svörtuloftum. Akureyri. Prentverk Odds
Björnssonar 1954, 96 bls.
Árið 1947 kom út fyrsta ljóðabók Braga Sigurjónssonar, Hver er kominn
úti? 1951 sendi hann frá sér ljóðmælin Hraunkvíslar. Undir Svörtuloft-
um er þriðja kvæðakver hans. Af ásettu ráði segi ég kvæðakver til þess
að minna á, að nú þykir kurteisi, að bækur i bundnu máli séu litlar og
ljóðin stutt, en hnitmiðuð, og ber hvorugt að lasta.
En hvemig fullnægir þá Bragi Sigurjónsson þessum og öðrum kröfum
nútímans og óskum vandlátra lesenda? Hvaða erindi á hann við þjóð-
ina og þá sérstaklega, sem hafa yndi af ljóðum? Skal hér leitazt við að
svara þeim spurningum.
Að loknum fyrsta lestri lagði ég bókina frá mér með nokkurri van-
þókknun, fannst, að skáldið hefði að ósekju mátt hafa sum kvæðin tals-
vert styttri, hann hefði átt að féga mörg þeirra betur, en sleppa öðrum
alveg. Og mér finnst það enn þá, eftir margan og vandlegan lestur. En
við nánari kynni af kvæðunum hef ég sætzt við höfundinn, þrátt fyrir
formgallana og það, sem ofaukið kann að vera. Ég hef skilið ástæðurnar
til þess alls, og í þeim er mikil réttlæting fólgin, enda þó að stranglega
sé dæmt. Aðeins tvö atriði skulu nefnd.
Eitt helzt kvæðið í Svörtuloftum er Aldarminning Stephans G. Stephans-
sonar, þess mikla, en mistæka skálds. Formgallar sumra ljóða Kletta-
fjallaskáldsins stöfuðu af lífsönn hans og ef til vill líka af því, hve honum
var oft mikið niðri fyrir. En hvort tveggja gefur ljóðum Stephans án efa
meira lífsgildi en þau hefðu, ef þau væru ort af skáldi, sem hefði haft
Ijóðagerð og eigi annað að atvinnu, þó að þau hafi misst við það nokkuð
af listagildi eða ytri fágun. En fjölþætt lífsreynsla Stephans, mikið olnboga-
rými og heitur áhugi á öllu mannlegu eiga sinn þátt í að gæða ljóð Steph-
ans þeim anda, sem hrifur oss nálega til algleymis.
Bragi Sigurjónsson hefur látið heillast af Stephani og minnir sums
staðar á hann, þó að hvergi komi það að sök, enda virðast ævikjör þeirra
ólík. Og ævikjörin setja, svo sem kunnugt er, á manninn mark. En er það
nú víst, að skáld, sem gegnir borgaralegum skyldustörfum í kaupstað,