Skírnir - 01.01.1955, Side 203
199
Skímir Ritfregnir
sé á nokkurn hátt betur sett til bókmenntaiðju en ljóðasxniður, sem erjar
jörð sína? Ég efast um það.
Að sjálfsögðu mun einhver hugsa: Vœgðarlausar og meiri kröfur verður
nú að gera til ljóðagerðar en óður. Vér höfum líka heyrt spakmælið:
Quod licet Jovi non licet bovi. Eitt bezt gerða kvæðið í bók Braga heitir
þessu nafni. Má vera, að hann hafi haft þessa miskunnarlausu staðreynd
i huga, þegar hann orti það. En Bragi Sigurjónsson lætur hvorki boðorð
né annarleg sjónarmið aftra sér frá að hlýða rödd sannfæringar sinnar.
Honum ægja siðustu óra atburðir í heiminum og hérlendis sérstaklega.
Yfir vötnum skáldsins svífur bölþrunginn blær, ef til vill fremur en ástæða
er til. En það er þó andi mannvinóttu og ættjarðaróstar, sem gefur þessari
bók meira gildi en fyrri kvæðabókum höfundar, því að sú er æðsta skylda
skólds og sjáanda að benda samtið sinni á veilur í fari hennar og aðsteðj-
andi hættin-, leiða hana til fyrirheitins lands betri framtiðar og fegurra
lifs. Þó að barnið gleðjist yfir litfögru kerti, er því meira í mun, að það
gefi fró sér bjart ljós, er eigi blaktir ó skari eða útbrunnum kveik.
Kveikir þessara kvæða eru einkum atburðir sögu og samtíðar og persónu-
leg reynsla skóldsins sjálfs. Sinn kvæðin eru þjóðsögulegs efnis eða efnið er
sótt í liðna timann að meira eða minna leyti, t. d. Sigling norrœns víkings,
Stúlkan í Hallmundarhrauni, ViÖ Rangárlón og Á eyöidal um haust. Fleiri
þeirra fjalla þó mn vettvang dagsins, lífsbaráttu fólksins og veðrin í
loftinu, óeiginlega talað, eða það, sem sumir mundu kalla dægurmál og
þjóðmál, er hljóta þó að eiga sterk ítök í hugsandi mönnum og marka spor
tii sældarhags — eða þó til ógæfu.
Svo ríkt er skóldinu i huga þetta áhyggjuefni, að það gægist stundum
fram úr rökkri liðins tíma. Þannig farast honum orð í kvæðinu ViÖ Rang-
árlón, efth að hafa lýst höppum og óláni einyrkjans a heiðinni, sem er
horfinn af sjónarsviði:
Gullsólgna þjóð við gömul afreksminni,
geturðu búið sátt við örlög slík
að vera fátæk, þegar þú ert rík,
þú sem varst áður rík í fátækt þinni?
Um efni og form ádeilukvæða bókarinnar verða að sjálfsögðu skiptar
skoðanir, en ekki rnn viljann, sem á bak við býr. Og sá alhugur skiptir
mestu máh.
Loks eru kvæði þau, sem hafa lifsreynslu skáldsins sjálfs að uppistöðu.
Skal fyrst nefna FerS allra ferSa, sem er ef til vill efnismest allra þessara
kvæða, kliðmjúkt og vandað, svo að varla verður að fundið. Þó hefði ég
annaðhvort kosið næstsíðustu vísuna nokkuð á aðra lund eða niðurfellda.
Væri hvort sem er í lófa lagið. Kvæðið er vafið geðfelldri angan. Aðeins
ein visa þess skal tilfærð:
Hvað var gullsins gróði,
glamurlof á stræti,