Skírnir - 01.01.1955, Qupperneq 204
200
Ritfregnir
Skímir
yald, sem varð að hjómi,
vegsins svikna pund,
móti lækjarljóði,
litla fuglsins kæti,
daggardjásni á hlómi,
dýrð um morgunstund?
Minnisstæðasta kvæðið í bókinni verður þó þeim, er þetta ritar: Súgar
um loft. Það er gætt þeirri persónulegu einlægni og hugþekku hlýju, sem
yljar og lýsir inn í hugskotið; að öðrum þræði æskuminning, þrungin
þakklæti fyrir arfleifð þá, er skáldið fer með úr föðurgarði, en hins vegar
drengileg ábyrgðarkennd og íhugul spum þess efnis, hvort takast muni
að skila fengnu vegarnesti eða öðru verðmæti jafngóðu nýrri kynslóð í
hendur. Kvæðið er svona í látlausum einfaldleik sínum:
Á birkiskóga bregður fölvum lit,
í blænum svifhærð fræ um dalinn líða.
Súgar um loft af þungum vængja þyt,
þögulir fljúga helsingjamir á vit
suðrænna lands. Um börð og bakka ríða
örsmáar vemr vef sirrn, haustsins glit.
Man ég það haust, er heima kvaddi ég,
hlakkandi sveinn, er beið með þrá hins nýja.
Orðfár mig leiddir þú á þroskans stig,
þungur í spori, röddin dul og treg.
En glöggt fann ég skilning þinn, og hjartans hlýja
vermir mig enn þá, faðir, unaðsleg.
Þú gafst mér til farar nesti og nýja skó,
um notkun mína á föngum þeim má deila.
Hitt er mér ljóst, að bezt ég að þeim bjó,
er byrgði sýn og myrkri á vegu sló:
að vita skó úr heimaskæðum heila
öryggið var -— og nesti í malnum nóg.
Svo líða ár, og senn er timi minn
sonarhönd mjúka burt á veg að leiða,
hlakkandi svein, er þráir þroska sinn,
en þögulli dul er falinn vegurinn:
Á ég þá nokkra verndargjöf að greiða,
glókollur minn, í þroskasjóðinn þinn?
Hér er fátt of eða van, og varla þarf orði að breyta. Kvæðið er einstaks,
en almenns efnis mn leið.
Skáldið ber hag ungu kynslóðarinnar fyrir brjósti. Annað kvæði, sem