Skírnir - 01.01.1955, Qupperneq 205
Skímir
Ritfregnir
201
ber vitni um það, er Sonur götunnar. 1 þvi er dregin upp átakanleg, en
raunsönn mynd af dreng, sem brestur þá handleiðslu, er skáldið hlaut
sjálft að heiman. Munu þær og aðrar augljósar misfellur þjóðfélags og
foreldra eiga sinn þátt í þeirri svartsýni, sem allmjög einkennir þessa bók.
En hún hefur einnig að geyma fögnuð yfir komu vorsins og fegurð
náttúrunnar, blandinn góðlátlegri glettni. 1 Quod licet Jovi non licet bovi,
sem áður er á minnzt, er hvort tveggja haglega saman ofið. Eigi ósvipaðan
og geðfelldan gáska hefur kvæðið Vormorgunn að geyma, svo að enn eitt
dæmi sé nefnt, en þar með skal staðar numið.
Að öllu samanlögðu hefur Bragi Sigurjónsson vaxið af þessari bók. Og
þó að gott sé að njóta þess byrjar, er fljótunnir sigrar gefa í seglin, mun
hitt eigi minna rnn vert að eflast við barning gegn mótblæstri í harðræðum,
vaxa við hverja raun.
Þóroddur GuSmundsson.
Þórbergur Þórðarson: Sálmurinn um blómið. Helgafell, Reykja-
vik 1954.
Um margra ára skeið fékkst Þórbergur Þórðarson við að skrifa ævisögu
aldraðs klerks, sem þrotinn var að andlegri heilsu, löngu áður en lokið
var að skrifa sögu hans. Nú hefur sami höfundur tekizt á hendur að
segja sögu lítillar telpu, frá því hún var þriggja mánaða til átta ára
aldurs.
Veldr elli mér,
en æska þér,
gæti Þórbergur sagt, þegar söguefnin eru honum í óþjálla lagi.
Skoðanir lesenda hafa verið óvenju-skiptar mn þessa bók og ýmist í
ökkla eða eyra. Nýstárleg bók, merkileg og bráðskemmtileg, segja sumir,
— sentímentalt bull, segja aðrir, og í ofanálag skrifað á tæpitungumáli.
En hvað veldur því, að menn eru svona ósammála? Vafalaust margt.
Bókin er að vísu nýstárleg, barnasaga sem þessi hefur aldrei verið skrif-
uð é íslenzku. Margir trúa því ekki, að það, sem skrifað er fyrir börn
eða um börn, geti verið neinar „bókmenntir", menn skammast sín fyrir
að hafa gaman af slíku bulli, skammast sin fyrir barnið i sjálfum sér.
Enn eru þeir, sem munu hneykslast á þeim boðskap, sem fluttur er
í bókinni, bæði um þennan heim og annan: að hugsa sér, að maðurinn
skuli hafa predikað annað eins fyrir blessuðu barninu! Ég skal viður-
kenna, að mér er ekki geðfelld kenning Sobbeggi afa um hinn sýnilega
heim, heim „ytra hylkisins", enda þótt hún sé ákaflega einföld, og
heimur „innra hylkisins“ þykir mér ekki að því skapi girnilegri sem
hann er óskýrari. En þessar kenningar eru fléttaðar inn í söguna, hún
getur ekki án þeirra verið, og þær fara þar vel á vísu Þórbergs Þórðar-
sonar. Lilla Hegga og Sobbeggi afi eru eldheitir kommúnistar, það er
von, að saga þeirra beri þess menjar.