Skírnir - 01.01.1955, Side 206
202
Ritfregnir
Skimir
En hvernig má sú bók vera góð, sem skrifuð er um óvita og flytur
vondan boðskap? Það er svo að skilja, að í Sálminum um blómið er
sama andrúmsloft og jafnan leikur um lítil börn. Bókin kemur frá
hjartanu á Sobbeggi afa, og hún ætti að ná til hjarta hvers þess manns,
sem horft hefur á lítið barn í vöggu og síðan fylgzt með vexti þess og
öllu bjástri fram á skólaaldur. Góðfús lesandi horfir á lillu Heggu með
augum Sobbeggi afa. Með tungumálinu skapar höfundur hugblæ bernsk-
unnar. Við hann, fremur en flesta aðra íslenzka höfunda, eiga orð Gísla
Brynjólfssonar um Konráð Gíslason: „Hann er kominn svo langt, að hann
getur talað eins og barn.“ Þó er málfar sögunnar ekki vandleg eftirlíking
barnamóls, frásögnin er aðeins skreytt með fáeinum skrýtnum orðum,
sem litla manneskjan á að hafa sagt. En þannig fer fullorðna fólkið
einmitt að, þegar það er að segja sögur um börn. Það leggur barninu
fullorðins-mál á varir, en lætur það segja eina eða tvær ambögur, —
og þá er litla manneskjan lifandi komin!
Bókin er falleg að frágangi, en prentvillur fleiri en vant er hjá Þór-
hergi Þórðarsyni.
Jónas Kristjánsson.
Indriði G. Þorsteinsson: Sjötíu og níu af stöSinni. Iðunnarútgáfan,
Reykjavík.
Indriði G. Þorsteinsson vakti athygli alþjóðar, þegar smásaga hans
Blástör hlaut fyrstu verðlaun í samkeppni tímaritsins Samvinnunnar
fyrir fáeinum árum. Síðan hefur hann birt nokkrar smásögur í tíma-
ritum og gefið út eitt smásagnasafn, sem hann nefnir Sœluviku. Nú
sendir hann frá sér stutta skáldsögu.
Útkoma þessarar bókar varð með nokkrum stórmerkjum, líkt og fæð-
ing þeirra manna, sem síðar eiga eftir að marka djúp spor. Tveir for-
leggjarar kepptust við að bjóða upp handrit hins unga rithöfundar. Sá,
sem hlutskarpari varð, sagði í auglýsingu, að þetta væri merkasti við-
burður, sem gerzt hefði í sögu íslenzkra bókmennta síðasta fjórðung
aldar. Manna á meðal voru höfð viðlíka stór orð eftir þjóðkunnum
menntamönnum, sem höfðu lesið söguna í handriti eða próförk. Sumir
voru þegar farnir að ætla Indriða Nóbelsverðlaunin. Eftir að bókin
kom út, var í fyrstu ekki um annað talað, ef tveir menn hittust á fömum
vegi, og flestir ritdómendur báru á hana mikið lof. Síðar hefur þó
stöku sinnum heyrzt annað hljóð, líkt og þegar mikill brotsjór flæðir
aftur út frá ströndinni.
Ragnar Sigurðsson, ungur bílstjóri í Reykjavík, er látinn segja söguna,
alla nema upphaf og endi, — og í sögulokin er hann líka vant við
kominn. Þessi ungi maður lifir nokkur þeirra ævintýra, sem verða ó
vegi stéttarhræðra hans. Hann ekur drukknum Ameríkumanni suður á
Keflavikurflugvöll um nótt, hittir á leiðinni unga léttlætiskonu í biluðum